Sjálfbærniteymið okkar getur aðstoðað þig heildstætt með alla lykilþætti sjálfbærnivegferðarinnar, hvort sem þitt félag er á byrjunarreit eða lengra komið. Við skiljum að félög geta verið staðsett á mismunandi stöðum í ferlinu og því aðstoðum við þitt félag að staðsetja sig innan ferlisins og veitir aðstoð með afmarkaða þætti eftir þörfum. Skoðaðu alla okkar þjónustuþætti hér fyrir neðan og hafðu samband - við viljum heyra frá þér!
Lykilþættir í sjálfbærnivegferðinni
Við markvissa innleiðingu sjálfbærni er hugað að heildstæðri innleiðingu og eftirfylgni sjálfbærnimála. Við upphaf innleiðingar er mikilvægt að ná grunninum réttum, því næst að styrkja stoðir sjálfbærniþátta félagsins og loks að veita upplýsingar um viðeigandi sjálfbærnimálefni.
Náum grunninum réttum
Hvert er félagið komið og hvert er það að fara?
Áður en farið er af stað er nauðsynlegt að átta sig á stöðu sjálfbærnimála hjá félaginu. Þannig er hægt að móta stefnu og grípa til viðeigandi aðgerða. Meðal þjónustuþátta sem við aðstoðum þig með eru:
Mikilvægisgreining
Við aðstoðum þig við að finna og forgangsraða mikilvægustu sjálfbærni málefnum sem félagið ætti að einblína á út frá þeirri atvinnugrein sem það starfar í og hlutverki í samfélaginu.
Stöðumat og metnaður
Núverandi staða félagsins er greind út frá því sem þegar hefur verið gert í sjálfbærnimálum og metnaði félagsins í sjálfbærni til framtíðar. Sérfræðingar okkar hjálpa þér að kortleggja vegferðina og fá yfirsýn yfir núverandi verkefni sem hægt er að nýta til aukins árangurs.
Styrkjum stoðirnar
Stefnumótun og áhættustýring
Skýr stefna í sjálfbærnimálum er lykill að árangri til lengri tíma. Mikilvægt er að stjórnskipulag styðji við stefnuna og búið sé að meta áhættuþætti, skilgreina mælikvarða og þau markmið sem ná þarf þegar kemur að sjálfbærnivegferðinni. Meðal þjónustuþátta sem við aðstoðum þig með eru:
Stefnumótun og áhættustýring
Sérfræðingar okkar hjálpa þér að móta sjálfbærnistefnu með sterka framtíðarsýn sem fellur að almennri stefnumótun í kjarnastefsemi félagsins. Innleiða þarf þá þætti í áhættustýringu sem eru mikilvægastir fyrir reksturinn, út frá áhættu, tækifærum og áhrifum á starfsemi.
Markmið og árangursmælikvarðar
Til að ná árangri þarf að skilgreina markmið í takt við áherslur stefnunnar og ákveða lykilmælikvarða til að meta árangur. Við getum aðstoðað þig við að greina mildunaraðgerðir áhættustýringar.
Stjórnarhættir og skipulag
Við höfum mikla reynslu í því að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að innleiða góða stjórnarhætti. Í því felst að skilgreina ábyrgðarhlutverk og ferla til innleiðingar á stefnunni og þeim aðgerðum sem mótaðar eru.
Stafrænt stjórnkerfi
Við getum hjálpað þér að innleiða stefnu, áhættustýringu, setja markmið og árangursmælikvarða með stafrænu stjórnkerfi. Með slíku kerfi er hægt að halda utan um eftirfylgni og ábyrgð í innleiðingarferli á árangursríkan hátt.
Upplýsingagjöf
Segðu frá því sem skiptir máli
Aukin krafa er um að félög veiti upplýsingar um sýn, stefnu og frammistöðu í sjálfbærni í gegnum helstu samskiptaleiðir, t.d. í árlegri sjálfbærniskýrslu og á vefsvæði félagsins. Þá er einnig gerðar auknar kröfur til þess að óháður aðili staðfesti þær upplýsingar sem settar eru fram. Meðal þjónustuþátta sem við aðstoðum þig með eru:
Skýrslugerð
Við aðstoðum félög við að uppfylla lög og reglur um upplýsingagjöf í sjálfbærnimálum. KPMG býr að stöðluðu formi sem hægt er að nýta við birtingu grunnmælinga og efnis sjálfbærnivinnunnar.
Staðfestingar
Við veitum staðfestingu á sjálfbærniupplýsingum hvort sem þær eru birtar í ársreikningi eða sérstakri skýrslu. Staðfesting getur verið með takmarkaðri (e. limited) eða nægjanlegri (e. resonable) vissu og getur tekið til upplýsinganna í heild eða að hluta.
Lausnir
Teymi yfir 20 sérfræðinga
Sjálfbærniteymi KPMG á Íslandi er reynslumikið og hefur komið að mörgum árangursríkum verkefnum á sviði sjálfbærni síðastliðin ár. Sjálfbærniteymið nýtur stuðnings reynslumikils hóps sérfræðinga innan KPMG á sviði endurskoðunar, lögfræði, skattamála, gagnagreininga og fleira. Þar að auki hefur teymið greiðan aðgang að alþjóðlegu neti sérfræðinga KPMG á heimsvísu. Þá er sjálfbærni höfð að leiðarljósi í allri þverfaglegri þjónustu KPMG.
Hafðu samband við helstu sérfræðinga okkar í sjálfbærni og komdu boltanum af stað!
Er þitt félag raunverulega tilbúið?
Aðeins 25% félaga telja sig raunverulega tilbúin til þess að fá sjálfbærniupplýsingar staðfestar. Þess vegna hefur KPMG á alþjóðavísu þróað tól til þess að hjálpa þér að meta stöðuna - hvort
og á hvaða hátt við getum aðstoðað þig.
Vilt þú vita hvar þitt félag stendur meðal annarra á alþjóðavísu? Smelltu á hnappinn hér til hliðar
og fylltu út viðeigandi upplýsingar.
Eða viltu heldur hafa beint samband við sjálfbærniráðgjafa?