Margrét starfaði áður hjá EY á Íslandi í 25 ár þar sem hún gengdi margvíslegum hlutverkum, veiti endurskoðunarsviði og innri endurskoðunardeild félagsins forstöðu og var einnig forstjóri félagsins. Einnig sinnti Margrét gæðaeftirliti á vegum félagsins víða um heim og hefur tekið þátt í þjálfun stjórnarmanna fyrir hæfismat Fjármálaeftirlitsins um árabil.
Hún hefur auk þess sinnt kennslu við Háskóla Íslands, sinnt gæðaeftirliti af hálfu Félags löggiltra endurskoðenda (FLE), verið dómskvaddur matsmaður í ýmsum málum og veitt opinberum rannsóknarskýrslum forstöðu.
Margrét hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum fyrir viðskiptavini stóra og smáa í ýmsum atvinnugreinum. Undanfarin ár hefur hún þá mest unnið með stærri félögum og fyrirtækjum í fjármálaþjónustu. Hjá KPMG er megináhersla Margrétar á staðfestingar sjálfbærniupplýsingar félaga og hefðbundinnar þjónustu við endurskoðun og tengda þjónustu.
Margrét situr í stjórn Alþjóðasamtaka endurskoðenda (IFAC) og hefur einnig veitt stjórnarháttarnefnd samtakanna forystu. Margrét er fyrrum formaður FLE og á sæti í Álitsnefnd félagsins.