Við veitum ráðgjöf og þjónustu á sviði endurskoðunar, reikningsskila, bókhalds, skattskila og viðskiptaráðgjafar með það að sjónarmiði að vera sá trausti samstarfsaðili sem viðskiptavinir okkar geta leitað til varðandi áskoranir í sínum rekstri. Styrkur KPMG felst í þessari breidd og þeirri miklu og fjölbreyttu flóru sérfræðinga á mörgum sviðum sem vinna þétt saman, viðskiptavinum og samfélaginu öllu til hagsbóta.
Stjórn og framkvæmdastjóri
Stjórn félagsins
Hjördís Ýr Ólafsdóttir
Jónas Rafn Tómasson
Magnús G. Erlendsson, formaður
Sigríður Soffía Sigurðardóttir
Sigurjón Örn Arnarson
Hlynur Sigurðsson er framkvæmdastjóri félagsins
Stjórnarmeðlimir eru einnig hluthafar í félaginu.
Nánar um hluthafa KPMG á Íslandi.
Jafnlaunavottun og stefna
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars 2013 samþykktu stjórnendur að sækja um jafnlaunavottun sem VR hafði þá nýlega verið hleypt af stokkunum og byggðist á nýlega útkomnum staðli ÍST 85:2012 sem Staðlaráð Íslands hafði gefið út. Jafnlaunavottun felur í sér að félagið skuldbindur sig til að taka upp kerfisbundið ferli um launmál til að uppfylla lagaákvæði og jafnlaunastefnu. KPMG hefur sett sér eftirfarandi jafnlaunastefnu:
KPMG gætir jafnréttis við launaákvarðanir og starfskjör hjá félaginu taka mið af verðmæti starfa óháð því hverjir gegna þeim. KPMG fer eftir lögum og öðrum kröfum í öllum ákvörðunum um launakjör og þau viðmið sem liggja til grundvallar ákvörðun launa eru málefnaleg. KPMG fylgist með og rýnir launakerfið með reglubundnum hætti og gerir þær útbætur sem þarf til að fylgja eftir jafnlaunastefnunni.
Uppfært á heimasíðu 30.08.2024