Við viljum hafa jákvæð áhrif á samfélagið og styðjum við fjölda góðra verkefna um land allt og fylgjum stefnu KPMG á alþjóðavettvangi. Okkar áhersla er að styrkja verkefni sem stuðla að almennu heilbrigði og við viljum gæta jafnræðis og styðja öll kyn. Við val á verkefnum er sérstök áhersla er lögð á umhverfismál og sjálfbærni sem er í takt við stefnu okkar á alþjóðavettvangi. 

Við leggjum áherslu á málefni tengd:

  • Íþróttum og góðgerðarmálum
  • Sprotum og nýsköpunarverkefnum
  • Golfi

 

Styrkbeiðnir

Við fáum fjölda styrkbeiðna á hverju ári vegna ýmissa málefna. Við viljum styðja við verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið með áherslu á þau svæði sem KPMG er með starfsstöðvar.

Við förum yfir styrkumsóknir einu sinni í mánuði.