KPMG hefur í gegnum tíðina styrkt mörg sprotafyrirtæki og sum þessara fyrirtækja eru í dag orðinn þekkt fyrirtæki á Íslandi og á alþjóðavettvangi. 

KPMG hefur sterka stöðu innan nýsköpunar – og sprotageirans á Íslandi og við erum í góðum tengslum við atvinnulífið. Okkar markmið er að styðja við sprotasamfélagið með öflugum hætti enda getum við þjónustað fyrirtæki á margvíslegan hátt og búum yfir þekkingu og innsæi sem skapar þeim ýmis tækifæri.

Við styðjum verkefni sem ýta undir nýsköpun og algengt er að sprotafyrirtæki leiti til okkar þar sem við getum boðið upp á alhliða þjónustu sem gagnast mörgum fyrirtækjum í vexti. Okkar tilgangur er að aðstoða við að byggja upp fjölbreytta flóru fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Hjá KPMG geta fyrirtæki nýtt sér fjölbreytta þekkingu okkar sérfræðinga og við veitum alhliða þjónustu við fyrirtæki á öllum stigum. 

Stuðningur KPMG við sprotasamfélagið hefur meðal annars verið í gegnum afslátt af þjónustu KPMG en árið 2021-2022 námu afslættir af þjónustu við sprotafyrirtæki samtals um 40 milljónum króna. Þá höfum við stutt mörg frumkvöðlaverkefni og má þar nefna verkefni eins og Musterið, nýsköpunarviku, Gulleggið og junior achivement.

Musterið
Musterið er sprotasamfélag fyrir fyrirtæki á fyrstu stigum rekstrar en KPMG starfrækir Musterið ásamt Reon. Við höfum stutt við Musterið með því að bjóða aðstöðu í Borgartúni 27 gegn sanngjörnu verði. Ásamt því að bjóða fram aðstöðu fyrir fyrirtækin þá höfum við einnig boðið fyrirtækjunum aðstoð og ráðgjöf við rekstur fyrirtækja.

Nýsköpunarvikan
Við erum einn af helstu stuðningsaðilum Nýsköpunarviku og tökum þátt með viðburðum þar sem við kynnum okkar áherslur. 

Gulleggið
Við erum stuðningsaðili Gulleggsins og okkar sérfræðingar eru mentorar fyrir þau teymi sem taka þátt.

Junior Achivement
Við styrkjum unga frumkvöðla í gegnum vekefnið Junior Achievement með fjárframlögum og mentorship við teymin.