Við styrkjum fjölda íþrótta- og góðgerðarfélaga á þeim svæðum þar sem við erum með starfsstöðvar. Okkar markmið er að styrkja stoðir íþróttahreyfingarinnar á hverjum stað. Við viljum gera tímabundna samninga við félögin og gæta þess að stuðningur falli með jöfnum hætti óháð kyni og aldri.  Við leggjum áherslu á að styðja við bakið á börnum og ungmennum í íþróttastarfi. Einnig leitumst við eftir því að styrkja góðgerðarfélög sem tengjast lýðheilsu, sjálfbærni og umhverfismálum. 

Okkar áhersla er ávallt á almennt heilbrigði, umhverfismál og sjálfbærni. Við höfum styrkt fjölmörg verkefni vítt og breitt um landið og gerum samninga við félögin á hverjum stað. 

Íþróttir

Við leggjum áherslu á að styðja við íþróttafélög á þeim svæðum sem KPMG er með starfsstöðvar. Við veljum verkefni sem styðja við öll kyn og yngri flokka.

Góðgerðarmál
Við val á verkefnum í flokki góðgerðarmála leggjum við áherslu á lýðheilsu og umhverfismál. Okkar markmið er að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og styrkja nærsamfélagið á hverjum stað fyrir sig.