Heildstæð nálgun á upplifun starfsfólks
Mannauðsstefna KPMG leggur áherslu á að bjóða fjölbreytt, heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi í alþjóðlegu fyrirtæki þar sem starfsfólk getur vaxið og dafnað í starfi. Leiðarljós KPMG eru traust, góð samskipti og sveigjanleiki.
Hvað finnst fólkinu okkar um vinnustaðinn?
„Það er mikill kostur að vinna á vinnustað sem býður upp á sveigjanleika. Við getum unnið þar sem hentar hverju sinni, á skrifstofunni í Hafnarfirði, heima, í Borgartúni eða á skrifstofum okkar á landsbyggðinni“.
Fríða Rúnarsdóttir, Endurskoðun.
„Hjá KPMG nýtum við nútíma tæknilausnir til að leysa fjölbreytt verkefni fyrir enn fjölbreyttari hóp viðskiptavina. Við nýtum reynslu og sérfræðiþekkingu okkar frábæra starfsfólks – sem er sannarlega betra saman!“
Magný Jóhannesdóttir, Bókhald.
„Það skemmtilegasta við KPMG er fjölbreytnin, bæði í verkefnum og einnig í eiginleikum og hæfni starfsfólks. Svo má ekki gleyma dansinum og gleðinni á Ráðgjafasviðinu – við erum frábær saman.“
Helga Garðarsdóttir, Ráðgjöf.
„Að mínu viti er erfitt að finna vinnustað þar sem þú getur komist í tæri við jafn marga sérfræðinga á tilteknum sviðum til að læra af. Einstakt að fá að starfa með svona mörgum sérfræðingum.“
Ævar Hrafn Ingólfsson,
KPMG Law.
Gildin okkar
KPMG á Íslandi í tölum
Að vinna hjá KPMG
"Hjá KPMG starfar samheldinn hópur fólks sem nýtur þess að vinna fjölbreytt verkefni sem hafa alvöru áhrif á okkar viðskiptavini og samstarfsfólk.
Það sem einkennir vinnustaðinn okkar er að við tökum vinnuna okkar alvarlega en ekki okkur sjálf, og að við störfum eftir okkar einkennisorðum sem eru að við erum betri saman. Fyrir fólk sem elskar að læra og vaxa er því alveg ótrúlega gefandi að starfa í svona þekkingarsamfélagi þar sem þú lærir eitthvað nýtt á hverjum degi.
Við leggjum okkur fram við að veita frábæra þjónustu og erum því frammistöðudrifin en það skiptir okkur þó miklu máli að skapa sveigjanlegt, stuðningsríkt og sálfræðilega öruggt umhverfi fyrir okkar starfsfólk.
Við vitum að fólk er ólíkt og hefur mismunandi þarfir og þess vegna höfum við hannað vinnustaðinn með þá fjölbreytni í huga svo að við getum öll verið besta útgáfan af okkur sjálfum." Erik Christianson Chaillot, mannauðsstjóri KPMG.