Hjá KPMG má finna ýmis störf sem gætu hentað þínum bakgrunni og starfsferli. Við leitum ávallt að góðu fólki til að bætast við okkar frábæra teymi í endurskoðun en bakgrunnur í viðskiptafræði, hagfræði, eða verkfræði hentar vel til slíkra starfa. Ekki skemmir fyrir að vera talnaséní sem vinnur af áreiðanleika og vill vinna í teymi.

 

Á endurskoðunarsviði starfa þrjú teymi sem vinna þétt saman við ýmis verkefni sem tengjast þjónustu við viðskiptalífið. Dagleg störf fela meðal annars í sér ársreikningagerð, reikningsskil, staðfestingar sjálfbærniupplýsinga, greiningu gagna, mikla innsýn í fjölbreyttan rekstur fyrirtækja, nýtingu stafrænna lausna og mörg önnur spennandi verkefni.

 

Ein umfangsmesta þjónusta KPMG er á sviði endurskoðunar og reikningsskila. Fjöldi starfsfólks félagsins sem sinnir þessari þjónustu er um 100 manns sem er staðsett vítt og breitt um landið. Þrátt fyrir það vinnur hópurinn þétt saman, hvort sem það er hlið við hlið eða á Teams. Hefur þú einhvern tímann hugsað þér að starfa við endurskoðun?

Að vinna við endurskoðun hjá KPMG

Er starf í endurskoðun eitthvað fyrir þig?

Hvað finnst fólkinu okkar um vinnustaðinn?

Við leggjum okkur fram við að skapa fjölbreytta og lifandi fyrirtækjamenningu þar sem starfsfólk nýtur sín faglega og félagslega og er stolt af vinnustaðnum sínum. Markmið okkar er að vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir fjölbreyttan hóp af fólki sem veitir frábæra þjónustu og skapar virði fyrir viðskiptavini.

Fríða á endurskoðunarsviði

„Það er mikill kostur að vinna á vinnustað sem býður upp á sveigjanleika. Við getum unnið þar sem hentar hverju sinni, á skrifstofunni í Hafnarfirði, heima, í Borgartúni eða á skrifstofum okkar á landsbyggðinni“. 
Fríða Rúnarsdóttir, Endurskoðun.

Helgja ráðgjafarsviði

„Það skemmtilegasta við KPMG er fjölbreytnin, bæði í verkefnum og einnig í eiginleikum og hæfni starfsfólks. Svo má ekki gleyma dansinum og gleðinni á Ráðgjafasviðinu – við erum frábær saman.“
Helga Garðarsdóttir, Ráðgjöf.

Ævar KPMG Law

„Að mínu viti er erfitt að finna vinnustað þar sem þú getur komist í tæri við jafn marga sérfræðinga á tilteknum sviðum til að læra af. Einstakt að fá að starfa með svona mörgum sérfræðingum.“
Ævar Hrafn Ingólfsson,
KPMG Law.