Undanfarna áratugi hefur stofnun iðngarða verið viðurkennd sem skilvirk leið til að sameina iðnaðarstarfsemi og verslunar- og innviðaþjónustu. Iðngarðar geta meðal annars stuðlað að auknum hagvexti, bættri nýtingu auðlinda og fleiri atvinnutækifærum. Hins vegar er ljóst að þeim geta líka fylgt veruleg neikvæð áhrif: Mikil losun gróðurhúsalofttegunda, mengun, eyðing náttúruauðlinda og heilsuspillandi áhrif á starfsfólk og nærliggjandi samfélag.
Sjálfbærniteymi KPMG hefur mikla reynslu af því sem þarf að hafa í huga við stofnun og reksturs grænna iðngarða en í greininni hér til hliðar má lesa allt um þau tækifæri sem felast í grænum iðngörðum á íslandi.