Náðu yfirsýn yfir kolefnisspor í þínum rekstri
Markviss greining á kolefnisspori er forsenda þess að fyrirtæki geti mótað aðgerðir sem draga úr kolefnislosun og stuðla að sjálfbærni í rekstri. Áhersla á greiningar á kolefnisspori í rekstri fyrirtækja hefur aukist til muna síðustu ár en þó glíma mörg fyrirtæki við áskoranir í greiningum á þessum þætti í rekstrinum. Kröfur stjórnvalda og hagaðila um upplýsingagjöf á kolefnisspori fyrirtækja eru sífellt að aukast og munu flest fyrirtæki þurfa að standa skil á greiningum á kolefnisspori sínu á næstu árum.
Lausn sem greinir kolefnisspor innkaupa
Origo og KPMG hafa þróað lausn sem greinir kolefnisspor í innkaupum fyrirtækja undir heitinu GreenSenze. Lausnin er mjög einföld í notkun en mörgum fyrirtækjum reynist erfitt að greina kolefnisspor í innkaupum sínum. Lausnin notfærir sér gögn úr rafrænum reikningum og auðgar þau með ýmsum gagnalindum og sérfræðiþekkingu KPMG á kolefnisútreikningum. Upplýsingarnar eru svo birtar með skýrum hætti í lifandi mælaborði þar sem hægt er með einföldum hætti að skoða ítarleg gögn um það sem hægt er að bæta í sjálfbærni fyrirtækja.
Fjölmennt á morgunfundi KPMG og Origo
Sjálfbærnimál fyrirtækja voru í brennidepli á vel sóttum morgunfundi KPMG og Origo undir yfirskriftinni "Hvernig náum við tökum á kolefnisspori í rekstri?". Þar fór Hafþór Ægir Sigurjónsson, forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG, yfir þær áskoranir sem fyrirtæki og rekstraraðilar standa frammi fyrir þegar kemur að greiningum og upplýsingagjöf um kolefnisspor rekstrar. Þar benti Hafþór á það að rekstraraðilar þurfa að hafa góða yfirsýn yfir kolefnisspor innkaupa til að geta beitt sér í átt að sínum markmiðum.Með slíkar upplýsingar að vopni er auðveldara að sjá hvort hægt er að haga innkaupum með öðrum hætti og ná markmiðum um minni kolefnislosun.
Þá kynnti Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðuman gæða og innkaupalausna hjá Origo, Greensenze lausnina fyrir gestum fundarins. Í kynningu sinni sýndi Kristín Hrefna hvernig rekstraraðilar geta fengið mjög ítarlegar upplýsingar um kolefnisfótspor innkaupa í sínum rekstri. Þar tók hún dæmi um eiganda veitingastaðar í Reykjavík sem getur með auðveldum hætti breytt innkaupum sínum út frá upplýsingum í frá Greensenze lausninni og séð rauntíma árangur á kolefnislosun rekstrarins.
Nánar um Greensenze frá Origo: https://www.origo.is/lausnir/gaeda-og-innkaupalausnir/greensenze