Á morgunfundi KPMG 14. júní sl. um stöðu hringrásarhagkerfisins á Íslandi og tækifærin sem liggja í því, flutti Guðmundur Steingrímsson erindi um niðurstöður rannsóknarverkefnis um hringrás. Guðmundur hefur reiknað hringrásarstuðul Íslands og ber hann saman við hringrásarstuðul annarra þjóða en í þessum niðurstöðum leggur hann einnig fram tillögur um skref til að efla hringrás Íslands.