Innsæi skapar tækifæri

Markmið ráðgjafarsviðs KPMG er að tryggja viðskiptavinum nauðsynlegan stuðning og innsýn til að greina og hrinda af stað verkefnum og knýja áfram jákvæðar breytingar á krefjandi markaði.

Sérfræðingar okkar hjálpa þér að takast á við hvers konar áskoranir í fyrirtækjarekstri og koma auga á ný tækifæri. Allt frá sjálfbærni í rekstri, til stafrænna umbreytinga og allt þar á milli. Við styðjum fyrirtæki og stofnanir við að taka betri ákvarðanir, bæta og straumlínulaga rekstur, draga úr áhættu, auka arðsemi, skapa verðmæti og auka samkeppnishæfni.

Ráðgjafarsvið KPMG á Íslandi veitir fyrirtækjum hérlendis sem og erlendis alhliða ráðgjöf. Þjónusta ráðgjafarsviðs er byggð á alþjóðlegu þjónustuframboði KPMG og er veitt samkvæmt alþjóðlegum gæðakröfum.

Á sviðinu starfa yfir 60 sérfræðingar sem flestir hafa áralanga reynslu, fjölbreyttan bakgrunn og sérhæfingu í þeirri þjónustu sem þeir veita viðskiptavinum. Starfsfólk ráðgjafarsviðs starfar náið með tæplega 1.000 ráðgjöfum KPMG á Norðurlöndunum sem hafa árlega aðkomu að fjölmörgum verkefnum fyrir viðskiptavini sviðsins á Íslandi. Samstarfið við Norðurlöndin og aðrar skrifstofur KPMG gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar þjónustu í hæsta gæðaflokki á Íslandi.