KPMG veitir heildstæða þjónustu og ráðgjöf þegar kemur að upplýsingatækni og stafrænni þróun fyrirtækja og stofnanna. Teymi KPMG er reynslumikið og hefur komið að mörgum verkefnum og aðstoðað fjölmarga aðila við að nýta upplýsingatækni og stafrænar lausnir við að efla innviði, styðja við vöxt, draga úr kostnaði og skapa verðmæti.
KPMG leggur mikla áherslu á að veita íslensku atvinnulífi öfluga ráðgjöf í innleiðingu á Microsoft lausnum en KPMG er helsti samstarfsaðili Microsoft á alþjóðavísu og var valið „Digital Transformation Partner of the Year“ hjá Microsoft árið 2021.
Við aðstoðum með:
Stöðumat og stafræn stefnumótun
Upplýsingatækni er stór þáttur í rekstri fyrirtækja og stofnana og snertir beint eða óbeint flesta liði í daglegum rekstri. Í umhverfi þar sem stjórnendur takast á við stöðugar áskoranir um að bæta þjónustu og auka samkeppnishæfni er mikilvægt að skipulag upplýsingatæknimála sé skilvirkt og styðji við stefnu og framtíðarsýn.
Stafrænar lausnir
Stafrænar lausnir leysa viðfangsefni eins og gæðastjórnun, áhættustjórnun, samningastjórnun, atvikastjórnun og sjálfbærnistjórnun ásamt öðrum sértækum ferlum fyrirtækja. Með því að sameina þessi meginviðfangsefni í heildstæða lausn, bætum við yfirsýn stjórnenda, eftirfylgni og úrvinnslu umbóta og almennt betri stjórnun á innviðaverkefnum og rekstri.
Sjálfvirkni og stafvæðing ferla
Þróun í upplýsingatækni er afar hröð og ný tækifæri til hagnýtingar í rekstri koma stöðugt fram. Því er mikilvægt fyrir stjórnendur að meta reglulega hvort að lykilferlar í rekstri sé fyrirkomið á sem skilvirkastan hátt. Ekki er víst að skipulag sem hefur reynst vel til þessa sé hagkvæmasta leiðin til þess að byggja á til framtíðar.
Upplýsinga- og netöryggi
Netöryggi (e. Cyber security) er ein af mikilvægustu áskorunum stjórnenda fyrirtækja í dag, því hætta af tölvuárásum (e. Cyber crimes) er raunveruleg áhætta enda hefur tíðni slíkra árása vaxið undanfarið samhliða því að vistun, meðhöndlun og úrvinnsla upplýsinga á stafrænu formi hefur verið stigvaxandi með hverju ári.