KPMG veitir heildstæða þjónustu og ráðgjöf þegar kemur að upplýsingatækni og stafrænni þróun fyrirtækja og stofnanna. Teymi KPMG er reynslumikið og hefur komið að mörgum verkefnum og aðstoðað fjölmarga aðila við að nýta upplýsingatækni og stafrænar lausnir við að efla innviði, styðja við vöxt, draga úr kostnaði og skapa verðmæti.
KPMG leggur mikla áherslu á að veita íslensku atvinnulífi öfluga ráðgjöf í innleiðingu á Microsoft lausnum en KPMG er einn af samstarfsaðilum Microsoft á alþjóðavísu.
Stafræn vegferð Hjallastefnunnar
KPMG hefur aðstoðað Hjallastefnuna við að þróa og innleiða heildrænt stjórnkerfi með tæknilegum lausnum frá Microsoft 365. Lausnirnar eru alfarið í eigu Hjallastefnunnar og ekki þurfti að auka á leyfiskostnað.
Samstarf KPMG og Hjallastefnunnar sýnir hvernig stafrænar lausnir geta gert minni skipulagsheildum kleift að einbeita sér að því sem raunverulega skiptir máli, í tilviki Hjallastefnunnar; menntun barnanna.
Stafræn umbreyting hjá Hafnarfjarðarbæ
Þarfir Hafnarfjarðarbæjar voru að sjá svart á hvítu hver ávinningur þeirra var af stafrænni umbreytingu sveitarfélagsins.
Ávinningurinn kom skýrt fram í aukinni skilvirkni í formi tímasparnaðar starfsfólks sem var þá hægt að nýta í virðismeiri verkefni. Vinna KPMG sýndi fram á mikilvægi þess að greina þá hagræðingu sem hafði átt sér stað.
Horfðu á myndbandið >
Okkar þjónusta
KPMG er traustur samstarfsaðili Microsoft á alþjóðavísu
Microsoft 365 er í senn vinnuumhverfi, samvinnutæki, vefþróunarumhverfi, notendalausnir, samþættingarlausn og stafrænt verkferlaumhverfi sem er hægt að nýta eitt og sér, með viðbótarlausnum
eða í samþættingu við önnur kerfi. Tækifærin til stafrænnar vegferðar eru til staðar í Microsoft 365 umhverfinu og KPMG leggur mikla áherslu á að veita íslensku atvinnulífi öfluga ráðgjöf í innleiðingu á lausnum Microsoft.
Saman veita KPMG og Microsoft fyrirtækjum sérsniðna ráðgjöf fyrir mismunandi atvinnugreinar sem og stafrænar lausnir til að takast á við flókin verkefni. Árið 2023 útvíkkuðu KPMG og Microsoft samstarf sitt sem nú notfærir gervigreind til lausnar á ýmsum rekstrartengdu málum fyrirtækja, sveitarfélaga og opinberra stofnana.