Sjálfvirkni og stafvæðing ferla

Eru lykilferlar þínir í skilvirkir? Þróun í upplýsingatækni er afar hröð og ný tækifæri til hagnýtingar í rekstri koma stöðugt fram. Því er mikilvægt fyrir stjórnendur að meta reglulega hvort að lykilferlar í rekstri sé fyrirkomið á sem skilvirkastan hátt. Ekki er víst að skipulag sem hefur reynst vel til þessa sé hagkvæmasta leiðin til þess að byggja á til framtíðar.

Aukin skilvirkni og lægri kostnaður

KPMG aðstoðar við að stafvæða og sjálfvirknivæða þjónustu og ferla, með það að markmiði að auka framleiðni, bæta skilvirkni og lækka kostnað, á sama tíma og við tryggjum þann sveigjanleika sem þarf til að mæta vaxandi þörfum nútíma fyrirtækja og stofnanna.  

Við aðstoðum þig við greiningu á núverandi stöðu, mat á ávinningi og hönnun ferla yfir í uppsetningu og innleiðingu framtíðarferill. Sérfræðingar KPMG hafa unnið með fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum að árangursríkum verkefnum tengdum stafvæðingu og sjálfvirknivæðingu ferla.

Skipuleg aðferðarfræði skilar árangri

Nálgun KPMG miðast að því að halda vinnustofur þar sem starfsfólk sem kemur að viðkomandi ferli vinnur saman að greiningarvinnu, koma auga á tækifæri til að auka skilvirkni og hanna framtíðarfyrirkomulag.

KPMG hjálpar þér að:

  • Greina tækifæri til úrbóta í núverandi ferlum
  • Kortleggja og forgangsraða umbótaferlum
  • Greina og reikna út ávinning af stafvæðingu ferla (business case)
  • Hanna, þróa og innleiða ferla í Microsoft 365 umhverfi
  • Þjálfa starfsfólk og innleiða nýja ferla

Helsti ávinningur af stafvæðingu ferla:

  • Betri nýting starfskrafts
  • Aukin starfsánægja
  • Bætt þjónustustig og aukin gæði
  • Hraðari og skilvirkari ferlar
  • Betri skjölun ferla

Fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir áskorunum tengt þjónustu og ferlum.  KPMG leggur áherslu á að tengja saman alla þætti þjónustu og ferla, allt frá notendum til starfsmanna, viðskiptavina eða söluaðila.

KPMG á Íslandi er samstarfsaðili Blue PrismMicrosoft og ServiceNow