Þarfagreining, val og uppsetning á upplýsingakerfum

Ákvarðanaferli vegna innleiðinga eða uppfærsla á nýju kerfi er alla jafna flókið og breytingar kostnaðarsamar.  KPMG veitir óháða ráðgjöf þar sem við hjálpum viðskiptavinum að taka upplýstar ákvarðanir í þessum efnum. Markmiðið er að viðskiptavinurinn fjárfesti miðað við þarfir og horfi á þarfagreiningu og val á nýjum kerfum útfrá stærra sjónarhorni en bara kerfislegu, og að fjárfestingin styðji við markmið og stefnu.

Sérfræðingar KPMG hafa mikla reynslu þegar kemur að þarfagreiningu og val á fjölbreyttum lausnum s.s. viðskipta – og fjárhagskerfum, verkefnastjórnun, skjalastjórnun og vinnslu, framleiðslu, þjónustustjórnun o.s.frv.  

KPMG aðstoðar við:

  • þarfagreiningu og val á þjónustuaðila
  • innleiðingu eða uppfærslu (verkefnastýring)
  • yfirferð og högun nýtingar, hámarka fjárfestingu við nýja tæknilausn.

KPMG leggur áherslu á að framkvæma þarfagreiningu sem styður við stefnu og markmið viðskiptavinar, þar sem byggt er á góðri samvinnu við birgja og framleiðendur kerfa, og eins að horft er í þarfir stjórnenda, starfsmanna og annarra hagsmunaðila. Þegar kemur að innleiðingarferli er lögð mikil áhersla á agile verkefnastjórnun og góð samvinna er viðhöfð milli verkkaupa og þjónustuaðila. Hluti af innleiðingarferli er virk breytingastjórnun og þjálfun til notenda, auk þess sem horft er til mælikvarða um árangur.