Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við að ná auknum árangri með því að nýta betur fjárfestingar sínar í upplýsingatækni

Sérfræðingar KPMG greina núverandi stöðu (e. As-Is analysis) og koma með tillögur að framtíðarstöðu (e. To-Be analysis) og aðgerðaáætlun. Fyrirtæki og stofnanir geta fengið sérfræðinga KPMG á vinnustaðinn til að þjálfa starfsfólk í lausnum Microsoft 365.

Stafrænt vinnuumhverfi getur verið til staðar án þess að starfsfólk nái ekki að fullnýta sér alla þá tækni sem er við þeirra fingurgóma. Því upplýsingatækni er eitt, hvernig það er nýtt er allt annað.

Samhliða breytingum á samfélögum og nýrri tækni er vinnuumhverfi sífellt að taka breytingum. Starfsfólk er í ríkara mæli að sækjast eftir tilgangi og ánægju en á sama tíma þurfa vinnuveitendur að ná fram því besta úr hugvitssemi þeirra.

Nútíma vinnuumhverfi gerir kröfu á að starfsfólk geti unnið hvar sem er og hvenær sem er og árangur ræðst af því hvernig okkur gengur að vinna saman.