Soffía starfaði áður hjá skattyfirvöldum auk þess sem hún hefur sinnt fræðslumálum og stundakennslu og verið prófdómari og leiðbeinandi á sviði skattaréttar við bæði Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst.
Hún hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum hjá KPMG en þó aðallega skatta- og lögfræðiráðgjöf og aðstoð við úrlausn ágreiningsmála við skattyfirvöld. Undanfarin ár hefur hún unnið að verkefnum tengdum kaupum og sölu fyrirtækja og þá helst áreiðanleikakönnunum og aðstoð við söluferli á fyrirtækjum af fjölbreyttum toga m.a. fasteignafélögum, olíufélögum, bifreiðaumboðum og fjármálafyrirtækjum. Hún hefur einnig sinnt ráðgjöf á sviði hlítingar af ýmsum toga auk annarrar lögfræðilegrar ráðgjafar. Í samvinnu við KPMG á Norðurlöndum hefur hún byggt upp þjónustu á sviði sjálfbærni og veitir fyrirtækjum ráðgjöf tengdri upplýsingagjöf og undirbúningi vegna breyttrar löggjafar.