Gagnsæi í skattamálum á Norðurlöndunum

KPMG á Norðurlöndunum hefur gefið út skýrslu sem segir frá niðurstöðum rannsóknar á stöðu gagnsæis í skattamálum hjá norrænum fyrirtækjum. Aukin áhersla á hlutverk skattastjórnunar og mikilvægi skatta í rekstri fyrirtækja og áætlanir um að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um viðskiptasiðferði og orkuskiptin hafa gert það að verkum að fyrirtæki þurfa að sýna fram á aukið gagnsæi þegar kemur að skattamálum. Margt hefur breyst á undarförnum árum hvað varðar skattamál fyrirtækja og frekari breytingar eru í farvatninu.

Í rannsókninni voru gögn um 151 fyrirtæki frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð skoðuð. Í skýrslunni er gefin mynd af stöðunni á Norðurlöndunum og niðurstöðurnar bornar saman við væntingar sem settar eru fram í GRI 207, staðli um sjálfbærniskýrslugjöf fyrirtækja á sviði skattamála sem er einning einn þáttur í upplýsingagjöf samkvæmt flokkunarreglugerð ESB. Skýrsluna og stutta samantekt á niðurstöðum má finna hér á ensku.

Hversu gagnsæ eru fyrirtæki á Norðurlöndum um skattamál sín og afstöðu sína gagnvart sköttum?

Companies with public tax policies in the Nordics

Samanburður milli Norðurlanda þar sem staða Íslands helst óbreytt annað árið í röð

Rannsókn byggð á 151 fyrirtæki

Í samstarfi við norræn félög KPMG gefum við út niðurstöður greiningar á 151 fyrirtæki á Norðurlöndum. Greiningin gefur frábæra innsýn í núverandi stöðu skattagagnsæis á Norðurlöndum í heild og fyrir hvert land fyrir sig.

Árið 2019 gaf GRI (Global Reporting Initiative) út nýjan staðal um skattaupplýsingar sem hluta af viðurkenndum sjálfbærniskýrsluramma þeirra. Staðallinn GRI 207:Skattur, er fyrsti UFS-skýrslustaðallinn fyrir skatta. Hann setur væntingar bæði um eiindlegar og megindlegar skattaupplýsingar og tók hann gildi fyrir notendur GRI um sjálfbærniskýrslu þann 1. janúar 2021.

KPMG!
66 %

þeirra fyrirtækja sem metin voru, nota skýrsluramma GRI allan eða að hluta til

KPMG!
45 %

þeirra fyrirtækja sem metin voru, eru með opinbera skattastefnu

Download PDF

Hver er staðan á upplýsingagjöf um skattamál á Norðurlöndunum?


Niðurstöður rannsóknar á vegum KPMG




Skoðaðu skýrsluna hér



Skattagagnsæi á Íslandi

Þar sem aðeins tíu félög mynda efstu markaðsvísitölu Íslands, OMX Iceland 10, völdum við 16 skráð og óskráð félög til viðbótar með handahófskenndu mati. Helmingur þessara fyrirtækja eru alþjóðaleg fyrirtæki en hinn helmingurinn eru fyrirtæki sem eru aðeins með starfsemi á Íslandi, sem hefur áhugaverðar afleiðingar á viðmiðið.

Ekkert af þeim íslensku félögum sem var lagt mat á eru með opinbera skattastefnu, þó að eitt fyrirtæki með umtalsverða viðveru í Bretlandi hafi gefið út skattastefnu sem gildir fyrir einingar þess í Bretlandi.

Íslensk alþjóðleg fyrirtæki eru á eftir norrænum starfsbræðrum sínum þegar kemur að skattalegu gagnsæi og skýrslugerð. Við væntum þess að þetta muni breytast þar sem áhersla fjárfesta á skattamál er að aukast og vegna hinna ýmsu tilskipana og reglugerða ESB.

Þó að þetta hafi ekki enn skilað sér að fullu í raunverulegum skattskýrslum íslensku fyrirtækjanna sem við lögðum greiningu á, er rétt að segja að áhuginn er að aukast á Íslandi. Annars vegar vegna flokkunarkerfis ESB og hvað lágmarksviðmiðin þýða fyrir skattalegt gagnsæi, og hins vegar aukinnar áherslu fjárfesta á skatta. Við erum líka forvitin að sjá hvaða áhrif sjálfbærnitilskipun ESB mun hafa á gagnsæi skatta og skýrslugerð á Íslandi.

Soffía Eydís Björgvinsdóttir
Eigandi, Skatta og lögfræðisvið
KPMG Law Ísland


Þarft þú aðstoð við upplýsingagjöf um skattamál?

Soffía Eydís Björgvinsdóttir

Soffía Eydís Björgvinsdóttir
Eigandi, Skatta og lögfræðisvið
KPMG Law Ísland

Sanna Laaksonen, KPMG Finland
Amanda Jern, KPMG Sweden
Pål-Martin Schreiner, KPMG Norway
Søren Dalby, KPMG Denmark
François Marlier, KPMG Denmark