Dr. Árni V. Claessen

Partner | Endurskoðunarsvið

KPMG in Iceland

Árni hóf störf hjá KPMG á Íslandi árið 2000 og hefur aflað sér víðtækrar reynslu og þekkingar í endurskoðun, skattamálum og reikningsskilum.

Árni hefur sérhæft sig í endurskoðun á stærri fyrirtækjum og samstæðum en ber einnig ábyrgð á endurskoðun og reikningsskilum smárra og meðalstórra fyrirtækja og stofnana í fjölbreyttum atvinnugreinum.

Á árunum 2004-2006 starfaði Árni á endurskoðunarsviði KPMG London og var þar í endurskoðunarteymi sem kom m.a. að endurskoðun fyrirtækja eins og HSBC og Nestlé auk annarra smærri fyrirtækja.

Þrátt fyrir að sérhæfing Árna hafi að mestu verið í endurskoðun hefur hann komið að öðrum ráðgjafaverkefnum s.s. skattaráðgjöf, innri endurskoðun, unnið við áreiðanleikakannanir, ráðgjafavinnu varðandi samruna og yfirtökur, ráðgjöf vegna alþjóðlegra reikningsskilastaðla o.s.frv.

Frá árinu 2007 hefur Árni verið stundakennari við  meistaranám í reikningshaldi- og endurskoðun við Háskóla Íslands þar sem hann kennir á námskeiðum um samstæðureikningsskil og alþjóðleg reikningsskil.  Hann hefur einnig verið leiðbeinandi lokaverkefna og prófdómari við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands auk þess sem hann stundar rannsóknir á reikningsskilum íslenskra fyrirtækja við Háskólann í Reykjavík.

Árni hefur verið virkur í störfum Félags löggiltra endurskoðenda (FLE)  og hefur setið í stjórn FLE auk þess sem hann hefur starfað sem formaður Menntunarnefndar FLE sem ber ábyrgð á skipulagningu ráðstefna, námskeiða og endurmenntun löggiltra endurskoðenda.

  • Cand.Oecon, Háskóli Íslands

  • MA í Reikningsskilum og fjármálum frá Háskólanum í Leeds

  • Löggiltur endurskoðandi árið 2003