Hvernig á að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd?

Nýsköpunarumhverfið á Íslandi hefur sennilega aldrei verið í jafn miklum blóma og nú. Á Íslandi er fullt af kraftmiklu og skapandi fólki með góðar viðskiptahugmyndir.

Að byggja upp fyrirtæki og láta viðskiptahugmyndina verða að veruleika er eitt af því skemmtilegasta sem hægt er að gera. 

Við hjá KPMG trúum því að það sé líklegast til árangurs fyrir fyrirtæki að einbeita sér að því sem þau gera best. Svo má láta okkur sjá um rest.

Við erum með skrifstofur um land allt og finnst alltaf gaman að tala við hugmyndaríkt fólk um hvernig reynsla okkar og þekking getur nýst við að byggja upp fyrirtæki.

Hafðu samband við okkur ef þú telur okkur geta aðstoðað þig við að koma þinni viðskiptahugmynd í framkvæmd.

Hefur þín hugmynd þessa grunneiginleika?

 • Er tiltekið vandamál til staðar og leysir hugmyndin það?
 • Eiga nægilega margir við vanda- málið að stríða til að grundvöllur sé fyrir atvinnurekstri?
 • Er ávinningur af hugmyndinni það mikill að fólk sé tilbúið að borga fyrir hana. Með öðrum orðum; er hugmyndin seljanleg?
 • Er raunhæft að framkvæma hugmyndina og fyrir eðlilegt verð?

Ef svörin við ofangreindum spurningum eru jákvæð, gæti þín hugmynd verið vísir að viðskiptahugmynd.

Mikilvægt er að sannprófa viðskiptahugmynd áður en lagt er af stað. Ferlið kann að taka tíma en það er mikilvægt þar sem þú vilt vera viss um að það sem þú ert með í höndunum sé eitthvað sem fólk vill og er tilbúið að greiða fyrir.

 

Að móta hugmynd

Uppsprettur góðra hugmynda geta verið margvíslegar, til dæmis eigin starfsreynsla, slæm upplifun sem viðskiptavinur eða vandamál á vinnustað. Margar hugmyndir eru góðar en til að breyta góðri hugmynd í eitthvað stærra og meira þarf hún að hafa ákveðna grunneiginleika.

Margar hugmyndir eru góðar en til að breyta góðri hugmynd í eitthvað stærra og meira þarf hún að hafa ákveðna grunneiginleika.

Veltu fyrir þér

 • Frekari skoðun á markaði. Skoðaðu ytri markaðsrannsóknir sem þegar hafa verið gerðar.
 • Eigin markaðsrannsókn byggð á upplýsingum frá mögulegum viðskiptamönnum.
 • Að gera greiningu á samkeppninni.
 • Ræða hugmyndina við samstarfsfélaga og vini. Gagnrýni er ávallt af hinu góða.
 • Ef kostur er, ræðið við frumkvöðla og aðila með reynslu úr viðkomandi atvinnugrein.

 

Hvað svo?

Þegar þú hefur sannfærst um að þú sért með efnilega viðskiptahugmynd, hvað þá? Þú verður að láta eitthvað frá þér fyrir fólk að skoða eða prófa. Til dæmis gæti verið ráðlegt að útbúa frumgerð af vörunni og á það líka við þegar þróaður er hugbúnaður.

Það er algengt að menn fylgi leið- beiningum um „ódýra byrjun“ (e. lean startup). Þessum leiðbeiningum má beita á flestar afurðir, jafnvel þótt þær byggi ekki á tækni en þær eru:

 

Veltu fyrir þér

 • Byggðu einfalda frumgerð sem sýnir aðeins grundvallareiginleika.
 • Prófaðu tæknilega eiginleika afurðarinnar.
 • Fáðu endurgjöf frá væntanlegum notendum. Sniðugt gæti verið að safna saman fólki sem þú hefur áður rætt hugmyndina við.
 • Lagfærðu, endurhannaðu og endurprófaðu vöruna þar til þú ert ánægð/ur.
 • Settu vöruna á markað.

 

Hvað svo?

Rannsóknir hafa sýnt að það tekur að jafnaði 2-3 sinnum lengri tíma að sannprófa viðskiptahugmynd en menn halda og almennt er markaður vörunnar verulega ofmetinn. Þá eru yfirgnæfandi líkur á að útfærsla á upphaflegu hugmyndinni muni sæta mörgum breytingum eftir því sem ný atriði líta dagsins ljós. Þetta ferli er eðlilegt og ætti ekki að hræða menn frá ætlunarverkinu.

Þegar þú hefur lokið við að sann- prófa viðskiptahugmyndina, er tími til kominn að hefja starfsemi.

Nokkur atriði til að hafa í huga við framkvæmd viðskiptahugmyndar: