Að nota mentor
Í upphafi er gríðarlega mikið af upplýsingum sem þarf að vinna úr og greina og margar ákvarðanir sem þarf að taka. Þessar fyrstu ákvarðanir geta haft mikil áhrif á hvort þínu fyrirtæki gengur vel eða illa. Við þær aðstæður er ómetanlegt að hafa aðgang að góðum mentor.
Hvað er mentor?
- Reyndur sérfræðingur eða lykilmaður í viðkomandi geira.
- Ráðleggur þér með óformlegum og gagnvirkum hætti, ekki í formi langra skýrslna.
Hver er ávinningurinn af því að fá mentor?
- Reynsla og tæknileg þekking.
- Lærdómur sem dreginn er af fyrri mistökum.
- Hlutlaust sjónarhorn.
- Prófsteinn á hugmyndir þínar.
- Traust gagnvart öðrum hagsmunaaðilum.
- Aðgangur að þeirra tengiliðum og bakhjörlum.
- Hjálpar þér að einbeita þér að lykilþáttum.
- Veitir þér endurgjöf.
- Hjálpar við að finna framtíðarstarfsmenn
Þegar mentor er valinn tryggðu að
- Hann ráði yfir nægri þekkingu og reynslu.
- Hafi trúverðugleika á viðkomandi markaði.
- Sé aðgengilegur.