Nýsköpun og sprotar

KPMG hefur í gegnum tíðina unnið með fjölmörgum nýsköpunar- og hraðvaxtarfélögum á Íslandi og fylgt mörgum þeirra frá fyrstu skrefum og þar til þau eru orðin stór alþjóðleg félög. 

Við veitum nýsköpunarfélögum alhliða þjónustu, hvort sem það tengist stofnun á fyrirtæki, lögfræðiþjónusta, bókhaldsþjónusta, gerð viðskiptaáætlana, skattamál, fjármögnun, ársreikningagerð (og endurskoðun, ef við á) og svo framvegis.

Þá er er KPMG stoltur stuðningsaðili íslenska nýsköpunarumhverfisins í heild sinni, en framlag KPMG til þess er meðal annars í formi námskeiða, þátttöku í nýsköpunarhröðlum, með fyrirlestrum og svo lengi mætti telja.

Við höfum í gegnum tíðina unnið með metnaðarfullum frumkvöðlum og nýsköpunarfyrirtækjum hér á Íslandi og erlendis. Við vinnum með stórum og smáum fyrirtækjum, hjálpum þeim litlu að stækka og þeim stóru að vera áfram stór.

Hafðu endilega samband við okkur. Þú áttar þig fljótt á að við erum opin og vinaleg og auðvelt að nálgast okkur því við höfum áhuga á því sem þú ert að gera. Við getum unnið með þér að margvíslegum úrlausnarefnum á öllum stigum rekstrarins. Við höfum dregið saman þætti sem við vitum að skipta máli fyrir þig og þinn rekstur til að ná árangri.

Við getum hjálpað þér með

Sprotar

  • Mat á viðskiptahugmynd
  • Áætlunargerð
  • Stofnun fyrirtækis
  • Skattamál
  • Styrki og rannsóknarstyrki
  • Fyrsta fjármögnun
  • Hluthafasamkomulag

Vöxtur

  • Fjármögnun
  • Fjárhagsupplýsingar
  • Skattamál
  • Endurskoðun og tengdir þættir
  • Aðgangur að alþjóðlegum sérfræðingum
  • Að halda í gott starfsfólk

Kaup/Samruni

  • Finna samstarfsaðila
  • Áreiðanleikakannanir
  • Umsjón með kaupum
  • Lagaleg uppbygging

Útganga og nýir hluthafar

  • Verðmat
  • Leit að fjárfestum
  • Skattamál
  • Umsjón með sölu
  • Hlutafjárútboð

Lyklar að velgengni

Nýsköpunarumhverfið á Íslandi hefur sennilega aldrei verið í jafn miklum blóma og nú. Á Íslandi er fullt af kraftmiklu og skapandi fólki með góðar viðskiptahugmyndir. Að byggja upp fyrirtæki og láta viðskiptahugmyndina verða að veruleika er eitt af því skemmtilegasta sem hægt er að gera. 

Við hjá KPMG trúum því að það sé líklegast til árangurs fyrir fyrirtæki að einbeita sér að því sem þau eru best í. Við erum með skrifstofur um land allt og finnst alltaf gaman að tala við hugmyndaríkt fólk um hvernig reynsla okkar og þekking getur nýst við að byggja upp fyrirtæki