Fjármögnun

Fjármögnun skiptir jafnan miklu máli strax í upphafi og fjárfestar munu gera ráð fyrir að stofnendur og frumkvöðlar sýni áhuga sinn og staðfestu með því að taka sjálfir áhættu og leggja fram fjármagn, vinnu eða önnur verðmæti.

Eigið fé

Það er sjaldan í boði fyrir nýsköpunarfyrirtæki að fá fjármögnun í banka.

Slík fyrirtæki fela jafnan í sér of mikla áhættu og skortir getu til að greiða af lánum ef horft er til skamms tíma. Af þessum ástæðum er fyrsta fjár- mögnun venjulega í formi eigin fjár.

Það getur fengist eftir ýmsum leiðum svo sem:

  • Stofnendur, fjölskylda og vinir. Venjulega aflað með persónulegum tengslum.
  • Englar. Einstaklingar sem fjárfesta í fyrirtæki á fyrstu stigum. Þeir koma oft með þekkingu og reynslu úr viðskiptum sem og af fjármögnun. 
  • Með vinnu lykilstarfsmanna gegn samningi um kauprétti eða launaauka síðar.

Áhættu- og fagfjárfestar

Á Íslandi hefur ekki verið mikið um einstaka fjárfesta og sjóði sem fjárfesta í nýsköpun. Hefur sú staða háð íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum en slíkir fjárfestar koma oft með ómetanlega reynslu og þekkingu.

Svo virðist sem nú sé að verða nokkur breyting á þessari stöðu og nú hefur verið tilkynnt um stofnun nokkurra slíkra sjóða.

Hver og einn sjóður setur sér fjárfestingareglur og viðmið og er eðlilegast að snúa sér beint til viðkomandi sjóðs til að kynna sér möguleikana. Hér eru nefndir nokkrir þeir helstu auk aðila sem aðstoða við öflun fjármagns og umsókna um styrki, en að sjálfsögðu tekur slíkt yfirlit breytingum í tímans rás.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er áhættufjárfestir sem fjárfestir í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum þar sem vænta má mikils virðisauka og arðsemi af starfseminni og góðrar ávöxtunar. Sjóðurinn er rekinn á grundvelli eigin tekna og nýtur engra ríkisframlaga. Hagnaði Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins er varið til frekari fjárfestinga í fyrirtækjum. Nýsköpun- arsjóður atvinnulífsins leggur áherslu á að vinna með öðrum innlendum og erlendum fjárfestum og tekur þátt í sjóðum til eflingar á áhættufjárfest- ingum í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum innanlands og utan.

Frumtak

Frumtak (frumtak.is) var stofnað 23. desember 2008 og hefur það að markmiði að fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrir- tækjum sem komin eru af klakstigi og eru vænleg til vaxtar og útrásar. Þannig má byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði og skilað góðri ávöxtun til fjárfesta.

Eyrir sprotar

Eyrir Sprotar fylgjast með og styðja við efnileg félög og hugmyndir sem geta vaxið á alþjóðlegum markaði og skapað virði og er sú áhersla í fullu samræmi við hugmyndafræðina „kaupa og byggja“ sem Eyrir hefur byggt sína starfsemi á.

Eyrir á sér langa sögu og býr yfir mikilli reynslu í að vera virkir eigendur í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, þar sem lögð er áhersla á öflugan rekstur og stækkunarmöguleika.

Karolina Fund

Karolina Fund var ýtt úr vör 2012 og er vettvangur fyrir hópfjármögnun með nýstárlegum hætti. Á Karolina Fund er hægt að leita eftir fjármagni til stórra og smárra verkefna og tengj- ast skemmtilegu fólki og verkefnum.

Investa

Investa er fjárfestingafélag sem fjárfestir í íslenskum sprota- fyrirtækjum sem eiga góða möguleika á að hasla sér völl erlendis. Félagið fjárfestir einkum í fyrirtækjum í

tækni- og hugbúnaðargeiranum, eða félögum sem eru að nýta sér tækni á nýstárlegan hátt til að skapa sér sérstöðu á markaði.

Stefna Investa er að fjárfesta í fáum, vel völdum sprotafyrirtækjum og eyða miklum tíma með þeim. Auk þess

að fjárfesta í sprotafyrirtækjum veitir félagið stundum ráðgjafarþjónustu til fyrirtækja, fjárfesta og annarra aðila sem þurfa á aðstoð að halda við að meta ný tækifæri.

Investa hefur áralanga reynslu af því að þróa, markaðssetja og selja tækni- lausnir á alþjóðamarkaði og vinnur náið með þeim félögum sem fjárfest er í til að hjálpa þeim að ná árangri. Í sumum tilfellum kemur Investa með virkum hætti að daglegum rekstri þeirra félaga sem fjárfest hefur verið í.

Rannsóknarmiðstöð Íslands

Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menn- ingar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB sem veita styrki til samstarfs- verkefna, náms og þjálfunar. Rannís rekur Landskrifstofu mennta- og íþróttahluta Erasmus+ áætlunarinnar og hefur umsjón með Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB á Íslandi.

Fyrir nýsköpunarfyrirtæki og frum- kvöðla hentar oft á tíðum best að sækja um í Tækniþróunarsjóði sem er einn af sjóðum Rannís.

Sjóðurinn er hugsaður fyrir einstak- linga, fyrirtæki, háskóla og stofnanir og á að styrkja þróunarstarf og rann- sóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Að öllu jöfnu er umsóknarfrestur í sjóðinn tvisvar á ári.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hvetur til nýsköpunar og eflir framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknarverk- efnum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Litið er á nýsköpun sem forsendu fyrir fjölbreytni í íslensku

atvinnulífi og undirstöðu sterkrar sam- keppnisstöðu þess.

Nýsköpunarmiðstöð rekur meðal annars frumkvöðlasetur víða um land, heldur margvísleg námskeið og bíður upp á fjölbreyta ráðgjöf og fræðslu.

Opinberir aðilar

Hægt er að sækja um styrki og stuðning hjá opinberum aðilum að ýmsum toga. Má þar nefna að

atvinnuþróunarfélög út um allt land og einstök sveitarfélög veita oft á tíðum styrki. Kanna þarf slíka möguleika á hverju svæði fyrir sig.

Erlendir styrkir

Á vegum margvíslegra samtaka og aðila á norðurlöndunum og í Evrópu er hægt að sækja um ýmsa styrki og framlög. Upplýsingar um það er að finna víða.

First North - Nasdaq á Íslandi

First North hlutabréfamarkaðurinn er sniðinn að þörfum vaxtarfyrirtækja sem eru að taka fyrstu skref sín á verðbréfamarkaði. First North veitir fyrirtækjum aðgang að þeim kostum sem fylgja því að vera á verðbréfamarkaði og þar með tækifæri til að þróa reksturinn hraðar en ella væri kostur. First North skapar félögum með stutta rekstrarsögu tækifæri til að nálgast fjárfesta sem gera kröfu um jafnræði fjárfesta og gagnsæi í upplýsingagjöf, þ.m.t. miðlæga verðmyndun.Það er veigamikil ákvörðun að skrá fyrirtæki á verðbréfamarkað og fylgir skráningu á markað ýmsar skyldur og ýmis kostnaður en einnig fjölmörg tækifæri.

Samanborið við aðalmarkað Nasdaq eru gerðar minni kröfur á First North til stærðar fyrirtækis og dreifingar eignarhalds. Þá er skráningarferlið á First North að öðru jöfnu einfaldara en á aðalmarkaðnum, auk þess er skylda fyrirtækja til upplýsingagjafar ekki eins viðamikil og á aðalmarkaðnum.