Að finna og halda hæfileikaríku starfsfólki
Gott starfsfólk er eitt af því mikilvægasta í rekstri hvers félags. Það skiptir máli að öflugt teymi komi að rekstrinum eins snemma og kostur er. Það eykur líkur á að vel gangi og styrkir áhuga fjárfesta og væntanlegra viðskiptavina.
Að búa til gott lið
- Stofnendur þurfa að leggja hlutlægt mat á sína eigin getu, þekkingu og hæfileika.
- Nauðsynleg þekking og þjálfun starfsmanna á að vera hluti af viðskiptaáætluninni.
- Kostnaður við að ráða og þjálfa starfsfólk þarf að vera hluti af rekstraráætlun félagsins. Gætið þess að taka tillit til alls starfsmannakostnaðar, svo sem trygginga, lífeyrissjóðsframlaga og annars.
- Hafðu í huga að þú ert að búa til fyrirtæki, ekki bara vöru, og að stjórnendateymið þitt og skipurit ætti að endurspegla það. Til dæmis kann að vera að þú sért tæknisnillingur, en hver ætlar að sjá um að selja afurðina ef það er ekki þín sterka hlið?
- Í ljósi ögrandi umhverfis og eftir- spurnar eftir góðu fólki er nauðsynlegt að leggja áherslu á það að byggja upp öfluga liðsheild og hvetja hana til dáða.
- Hafðu í huga að þeir sem ganga til liðs við félagið snemma þurfa að vera reiðubúnir að taka ábyrgð og vera sveigjanlegir og fljótir að læra.
Launakjör og kaupréttir
- Það getur verið að sprotafyrirtæki þurfi að vera hugmyndarík í því að launa fyrstu starfsmönnunum með öðrum hætti en peningum, bjóða upp á spennandi vinnuumhverfi og vinnuskipulag.
- Launakjör sem byggjast á veitingu kauprétta getur reynst hjálpleg leið til að sannfæra nýja starfsmenn um að ganga til liðs við sprotafyrirtæki. Því til viðbótar getur veiting kauprétta verið góð leið til að halda í lykilstarfsmenn sem standa frammi fyrir utanaðkomandi atvinnutilboðum. Með „nýsköpunarlögunum“ frá árinu 2016 (nr. 79/2016) varð breyting á skattlagningu kauprétta starfsmanna sem gerir veitingu kauprétta fýsilegri kost fyrir sprotafyrirtæki. Í einfaldaðri mynd fól breytingin í sér skattlagningu frestað þar til starfsmaður selur hlutina sem hann eignaðist við nýtingu kaupréttar en áður fór skattlagning fram við nýtingu kaupréttarins.
- Ef kostur er á að reyna að komast hjá því að treysta of mikið á einstaka starfsmenn.
- Eftir því sem reksturinn þinn vex og dafnar, mundu þá eftir að verðlauna fyrir ósérhlífni og hollustu. Fyrstu starfsmennirnir eru líklegir til að verða lykilstarfsmenn.