KPMG hefur sett fram gagnvirkt mælaborð sem skapar nýja sýn á þörf fyrir fjölda hjúkrunarrýma til næstu 15 ára út frá forsendum sem taldar eru raunhæfar. Mælaborðið er hugsað sem leiðarvísir þar sem varpað er ljósi á stöðuna í dag og til framtíðar út frá ólíkum sviðsmyndum. Gagnvirkir eiginleikar mælaborðsins leyfa notanda að stilla af helstu forsendur og birta þar með sviðsmynd um þörf fyrir fjölda hjúkrunarrýma til næstu 15 ára.
Stillanlegar forsendur sem hafa mest áhrif á niðurstöður sviðsmynda eru ásættanlegur biðtími og hlutfall þeirra sem fá þjónustu með öðrum úrræðum. Búsetutími vegur mjög þungt hvað varðar þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma. Einnig vegur þungt hversu langan tíma á að taka í að ná markmiðum um hámarks biðtíma, einkum fyrstu árin.
Ef gert er ráð fyrir óbreyttu þjónustustigi utan hjúkrunarheimila næstu 15 ár má gera ráð fyrir að þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma verði rúm 3.400 (+117%) til ársins 2040
Forsendur mælaborðsins
Gögn í mælaborðinu eru byggð á opinberum gögnum, sem eru jafnframt ópersónugreinanleg, og þau samkeyrð við lýðfræðileg gögn.
Helstu gagnalindir eru:
Gögn í mælaborðinu varpa ljósi á mikilvægi þess að byggja upp og efla þjónustu utan hjúkrunarheimila. Aðgerðaáætlunin Gott að eldast styður við þá stefnu með þverfaglegu samstarfi ríkis og sveitarfélaga í átt að bættri heimahjúkrun og heimaþjónustu, aukinni velferðartækni ásamt öðrum veigamiklum þáttum sem viðhalda virknigetu eldra fólks.
KPMG hefur nú uppfært gögn í mælaborðinu í samræmi við uppfærða framkvæmdaáætlun um byggingu hjúkrunarrýma og fréttum af heimsíðu félags- og húsnæðismálaráðuneytisins. Þar kemur fram að 724 ný hjúkrunarrými verða tekin í notkun á árunum 2025 til 2028.
Ef horft er til núverandi búsetutíma á hjúkrunarheimilum, í dag um 19 mánuðir, mun fjölgun hjúkrunarrýma hafa þau áhrif að biðtími styttist lítillega á landsvísu, eða úr tæplega180 dögum í rúmlega 150 daga næstu 3 ár. Á sama tíma er áætlað að fjöldi á biðlista miðað við núverandi þjónustuþörf verði tæplega 600 einstaklingar í stað 500 sem skýrist af uppsafnaðri þörf.
Með fjölgun hjúkrunarrýma um 724 til ársins 2028 mun biðtími styttast lítillega en fjöldi einstaklinga á biðlista mun ekki fækka.
Stefna stjórnvalda er að þjónusta við aldraða sé heildstæð og taki mið af þörfum þeirra til að geta búið sem lengst heima.
Aðgerðaáætlunin Gott að eldast styður við þá stefnu með þverfaglegu samstarfi ríkis og sveitarfélaga í átt að bættri heimahjúkrun og heimaþjónustu, aukinni velferðartækni ásamt öðrum veigamiklum þáttum sem viðhalda virknigetu eldra.
Þjónusta
Innsæi og þekking KPMG
KPMG hefur innsæi og víðtæka þekkingu á sviði heilbrigðis- og félagsmála og felst styrkur fyrirtækisins í breidd þekkingar sérfræðinga sem vinna þétt saman, viðskiptavinum og samfélaginu til hagsbóta. KPMG hefur auk þess gott aðgengi að þekkingu sérfræðinga erlendis, bæði sem starfa bæði innan KPMG og utan.
Mönnunarmódel KPMG (e. Strategic Workforce Planner)
Greiningartól sem tengir saman lykilupplýsingar um mannauð, fjárhag og starfsemi. Módel sem nýtist stjórnendum við mat á mannafla- og þjónustuþörf í dag og til framtíðar. Samþætt heildaryfirsýn, fyrirsjáanleiki og gagnadrifin ákvörðun.
Stýring daglegrar starfsemi
Verkfæri og árangursríkar aðgerðir til að minnka bilið milli eftirspurnar og framboðs mannafla. Hægt er að ná betri nýtingu á tíma fagfólks með auknum stuðningi við klíníska þjónustu, tækni og breyttu skipulagi.
Vinnuskipulag lækna
Vinnuskipulag lækna bætir sameiginlegan skilning á starfi lækna og tryggir að læknar hafi skilgreindan tíma til að sinna sjúklingum, kennsluhlutverki, faglegri þróun, vísindum og stjórnun. Byggt á fyrirmynd frá NHS í Bretlandi, Medical Job Planning. Innleiðing með aðstoð sérfræðinga frá KPMG í Bretlandi.
Greiningar
Gagnadrifin ákvarðanataka
KPMG hefur tekið saman ýmis opinber gögn á sviði heilbrigðismála, félags- og velferðarmála og samkeyrt við lýðfræðileg gögn. Horft er til fortíðar og reynt að varpa ljósi á framtíðina út frá forsendum sem taldar eru skynsamlegar. KPMG leggur áherslu á að hagnýting gagnagreininga nýtist við stefnumörkun í málaflokkunum og því er hægt að stilla af helstu áhrifabreytur og forsendur í mælaborðum.