KPMG vinnur með stjórnendum fyrirtækja og stofnana að því að finna lausnir á flóknum vandamálum sem upp koma í rekstri fyrirtækja með það að markmiði að auka virði þeirra. Sérfræðingar okkar búa yfir hæfni, þekkingu og innsæi til að leggja grunn að því að snúa ábatalitlum rekstri til betri vegar og koma með tillögur að úrbótum og aðgerðum sem styrkja reksturinn til langframa.

Við aðstoðum við stefnumótun með margreyndri aðferðarfræði þar sem markmiðið er að setja vel mótaða stefnu til langs tíma og veita ráðgjöf við framkvæmda og eftirfylgni hennar. Jafnframt  aðstoðum við fyrirtæki við að bæta rekstur sinn, til dæmis með því að endurskoða fjármögnun og vinna í samþættingu eða uppskiptingu rekstrareininga.

Vel rekin fyrirtæki, hvort sem þau eru á almennum markaði eða opinberar stofnanir, eiga það sameiginlegt að þurfa stöðugt að setja sér markmið og meta árangur.

Mikilvægt er að allir kostnaðarþættir í rekstrinum séu endurskoðaðir með reglubundum hætti. Að öll tækifæri til að auka skilvirkni séu nýtt, hvort sem þau skapast í kjölfar tækninýjunga eða breytinga á lagaumhverfi.

Þjónusta okkar byggir á viðurkenndum og þróuðu lausnum KPMG International og njótum við stuðnings erlendra ráðgjafa KPMG ef þörf er á við lausn flókinna úrlausnarefna.