Stjórnendur fyrirtækja og stofnana standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum og tækifærum sem tengjast breyttum þörfum viðskiptavina, kynslóðarbreytingum, tæknibreytingum, hagræðingarkröfur og harðnandi samkeppni svo nokkrir þættir séu nefndir.

Stefnumótun með KPMG byggir á skilvirkri nálgun sem miðar að því að skila virði til viðskiptavina. Aðstæður viðskiptavina geta verið ólíkar og taka áherslur okkar og nálgun mið af þeim. Sú þjónusta sem KPMG veitir getur því verið allt frá yfirferð og rýni á núverandi stefnu yfir í heildræna stefnumótun.

Dæmi um hvernig við getum aðstoðað:

  • Stöðumat - rýni á núverandi stefnu (e. Strategy Review) Sviðsmyndir - greinum tækifæri og áskoranir framtíðar  
  • Heildræn stefnumótun (e. Enterprise Wide Transformation) 
  • Stefnumótun vaxtar (e. Growth Strategy) 
  • Stefnumótun hagræðingar  (e. Operating Strategy & Cost) 
  • Stafræn stefnumótun (e. Digital Strategy) 
  • Stefnumótun við kaup og sölu (e. Deal Strategy) 
  • Samfélagsábyrgð (e. Sustainability/ESG) 
  • Innleiðing á stefnu og breytingastjórnun (e. Implementation and Change Management)

Hvenær er þörf fyrir heildrænni stefnumótun:

Heildræn stefnumótun tekur fyrir öll svið rekstursins og hentar sérstaklega þegar: 

  • Hagaðilar ekki með sameiginlega sýn á hvert skal stefna, eða ný stjórn eða  stjórnendur taka við
  • Skortur er á fjárhagslegum og samfélagslegum markmiðum sem hamlar árangri 
  • Röskun (e. disruption) í ytri aðstæðum ógnar virðissköpun hjá félaginu 
  • Óskilvirkni og ónýtt samlegðaráhrif dregur úr heildarvirði félagsins 
  • Þörf er að móta langtímaáætlun um árangur 

Ávinningur af heildrænni stefnumótun með KPMG:

  • Skýr áhersla: Við leggjum áherslu á aðgerðir sem leiða til beinnar virðissköpunar.
  • Samþætt starfsemi: Með því að skoða starfsemina heildrænt næst betri skilningur á tengsl lykilþátta.
  • Hagnýt ráð: Við veitum raunsæ og framkvæmanleg ráð og viðeigandi upplýsingar á hnitmiðaðan og skýran hátt.
  • Virk þátttaka: Við tökum mið af hagsmunum innri og ytri hagaðila. 
  • Sjálfbær þróun: Við stefnum að sjálfbærri þróun og leitumst við að greina þær hæfniskröfur og getu sem þarf til að ná árangursríkri innleiðingu.
  • Viðeigandi menning: Við styðjum félög í umbreytingarferli þannig að aukinn árangur náist við innleiðingu á stefnu.

Stefnumótun vaxtar

Flest fyrirtæki hafa metnað í að vaxa og móta árangursríkar leiðir til að bregðast við breytingum af völdum nýrrar tækni, breyttra reglugerða og síbreytilegra þarfa viðskiptavina.

Stefnumótun vaxtar miðast við að örva vöxt í rekstri og þar með hámarka verðmæti félagsins.

Ávinningur af stefnumótun vaxtar með KPMG:

  • Verðmætasköpun: Lögð er áhersla á að hámarka verðmæti með því að vinna náið með félaginu í að finna og fanga virðið í mismunandi vaxtartækifærum
  • Aukin samskipti við hagaðila: Við aðstoðum við að koma vaxtarstefnu og aðgerðum félagsins skýrt og vel á framfæri
  • Lágmarks áhætta: Við berum kennsl á mögulegar áhættur og aðstoðum við að mynda viðeigandi áhættustefnu þar sem við á
  • Greið innleiðing: Val vaxtartækifæra tekur mið af hæfni og framkvæmdargetu starfseminnar

Sviðsmyndir

Starfsumhverfi okkar allra breytist stöðugt og sífellt hraðar. Með því að setja upp ólíkar sviðsmyndir eflum við skilning á hugsanlegri framtíðarþróun og helstu óvissuþáttum í starfsumhverfi okkar. Markmiðið með sviðsmyndum er að stytta viðbragðstíma við aðkallandi áskorunum og tækifærum með því að draga fram ólíkar birtingamyndir framtíðar á skýran og aðgengilegan hátt og gera þannig stjórnendum kleift að taka upplýstar ákvarðanir.

Sviðsmyndavinna nýtist við:

  • Endurskoðun á núverandi stefnu 
  • Undirbúning og mótun nýrrar stefnu 
  • Undirbúning og mótun fjárhagslegra greininga 
  • Gerð áætlana s.s. – áhættugreiningu

Stefnumótun hagræðingar

Raskanir vegna tækninýjunga, breytinga á reglugerðum og auknar væntingar viðskiptavina hafa mikil áhrif á rekstur. Á sama tíma þarf að halda uppi arðsemi. Því standa stjórnendur frammi fyrir spurningunni:

Er reksturinn að skila hámarks verðmæti fyrir viðskiptavini, fjárfesta og samfélagið til lengri tíma? 

Stefnumótun hagræðingar miðar að því að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að takast á við áskoranir á skipulagðan máta. Það er t.d. gert með því að bera kennsl á, forgangsraða og framkvæma nauðsynlegar breytingar á rekstrinum ásamt tilheyrandi aðlögun í heildarstefnu og markmiðasetningu félagsins. 

 

Stefnumótun við kaup og sölu fyrirtækja

Samningar um viðskipti með fyrirtæki, rekstur eða fjármögnun kalla á vandað verklag og að leita sér svara við flóknum spurningum. Við erum þér innan handar til þess að meta mögulega valkosti og aðstoða þig í gegnum allt ferlið með það að markmiði að hámarka virði og lágmarka áhættu. 

KPMG aðstoðar fyrirtæki við að finna svör við eftirfarandi spurningum: 

  • Mun samruni og yfirtaka flýta fyrir innleiðingu á fyrirhugaðri stefnu?
  • Þarf að kaupa rekstur, selja rekstur eða stofna til samstarfs til að ná árangri? 
  • Er kaupsamningur aðlaðandi? 
  • Hver eru helstu vandamálin við samþættingu? 
  • Hvar liggja helstu tækifærin til verðmætasköpunar og hvernig er hægt að fanga þau?

KPMG aðstoðar fyrirtæki við margvígslegar stefnumótandi ákvarðanir, þar á meðal:

  • Samruna og yfirtöku (e. M&A)
  • Samstarfsverkefni (e. Joint Venture) 
  • Endurfjármögnun (e. Refinancing) 
  • Endurskipulagning (e. Restructuring) 
  • Skráning á markað (e. IPOs)

Ávinningur af stefnumótun við kaup og sölu fyrirtækja með KPMG: 

  • Breið sérfræðiþekking: KPMG býður upp á heildrænar lausnir og aðstoðar viðskiptavini við að takast á við áskoranir bæði fyrir, á meðan og eftir fjárfestingu. Það á við sama hvort þær séu fjárhagslegar, viðskiptalegar, rekstrarlegar, lagalegar eða skattalegar 
  • Djúp sérfræðiþekking: Ráðgjafar KPMG búa yfir reynslu og koma með mikla innsýn og skýr sjónarmið 
  • Alþjóðleg aðferðafræði: Ráðgjafar KPMG vinna eftir alþjóðlegri aðferðafræði sem tryggir að stefna sé samþætt við starfsemi félagsins 
  • Hagnýt ráð: Við veitum raunsæ og hagnýt ráð ásamt viðeigandi upplýsingum á hnitmiðuðu og auðskiljanlegu máli 

 

Nánari upplýsingar veitir: