Í vaxandi mæli gegna samrunar og yfirtökur lykilhlutverki í vexti og viðgangi fyrirtækja. Markmiðin með þeim viðskiptum eru margvísleg og verkefnin flókin. Öflun nýrrar tækni og þekkingar, sókn inná nýja markaði, einföldun á rekstri með því að selja frá rekstur sem ekki fellur nægjanlega vel að kjarnastarfsemi, eru allt góðar og gildar ástæður fyrir kaupum eða sölu á rekstri, en ástæðurnar eru miklu fleiri. Breytingar í umhverfi og rekstri kalla á sífellda bestun á því hvernig auðlindum er ráðstafað til að skapa verðmæti. Þar þarf að gæta jafnvægis milli þess að ná sem mestu virði og lágmarka áhættu sem alltaf er til staðar.

Atriði sem of oft er vanrækt þegar kemur að samrunum og yfirtökum er samþætting og aðskilnaður reksturs. Vinnan við undirbúning sölu eða kaupa fyrirtækja er lykillinn að því að vel takist til. Þegar kaup eru yfirstaðin tekur við mjög krefjandi tímabil þar sem reynir á góðan undirbúning og framkvæmd áætlana til að allar forsendur fyrir viðskiptunum standist. Því miður sýnir reynslan að hátt í helmingur yfirtökuaðila gerir enga eða mjög litla greiningu á samlegð félaga áður en gengið er frá kaupum. Einnig er mjög algengt að fyrirtæki verði fyrir mikilli röskun á starfsemi í kjölfar sölu eða samruna.

Hér kemur víðtæk reynsla og þekking sérfræðinga KPMG að góðum notum. Við skiljum mikilvægi vandaðra vinnubragða við samþættingu og aðskilnað, þekkjum leiðir til að hámarka ábata af þesskonar verkefnum og búum að áralangri reynslu af því að stýra sameiningu fyrirtækja. Við vinnum náið með eigendum og yfirstjórn fyrirtækja við framkvæmd á samþættingar- og aðskilnaðar verkefnum.

KPMG hefur á að skipa ótal sérfræðingum um allan heim, með víðtæka reynslu úr fjölmörgum atvinnugreinum og aragrúa fyrirtækja. Sérsniðin aðferðafræði, alþjóðlegt net fyrirtækja, verkfæri og kerfi sem þróuð eru til að styðja við framkvæmd flókinna samþættingar- og aðskilnaðar verkefna gera KPMG leiðandi á þessu sviði. Þrátt fyrir margvíslegar áskoranir geta viðskiptavinir okkar gengið að vísum stuðningi við framkvæmd markmiða sinna um samruna og yfirtökur.

Við styðjum samþættingu reksturs með:

 • Verkefnastjórnun við samþættingu sem beinist að öllum verkferlum rekstursins (Integration Management Office)
 • Gerð samþættingaráætlunar
 • Mat á samlegðaráhrifum með mælanlegum hætti
 • Breytingastjórnun og stuðningur við yfirstjórn
 • Gerð framkvæmdaáætlana fyrir aðgerðir á yfirtökudegi og 100 daga aðgerðaáætlanir
 • Ráðgjöf um stjórnunarhætti
 • Rakning útgjalda og ávinnings
 • Rýna ábata og kostnað

Við styðjum aðskilnað reksturs með:

 • Verkefnastjórnun við aðskilnað (Separation Management Office)
 • Áreiðanleikakönnun á þjónustuaðilum
 • Fýsileikamat
 • Leiðaval við aðskilnað
 • Þróun og gerð þjónustusamninga við móðurfélag og frá aðskildum rekstri til móðurfélags
 • Kostnaðarmat við aðskilnað og þróun rekstarlíkans fyrir sjálfstæðan rekstur
 • Aðskilnaðaráætlun
 • Gerð framkvæmdaáætlana fyrir aðgerðir á aðskilnaðardegi og 100 daga aðgerðaáætlun