Hallgrímur Arnarson

Verkefnastjóri

KPMG á Íslandi

Hallgrímur hefur starfað hjá KPMG frá júlí 2015. Áður starfaði hann hjá alþjólega almannatengslafyrirtækinu Cohn & Wolfe við verkefnastjórnun, þróun, greiningar og efnisvinnslu með sérstakri áherslu á vefinn, samfélagsmiðla og aðrar rafrænar lausnir.

Þar áður var Hallgrímur sjálfstætt starfandi við vefhönnun og -þróun auk annars sem lítur að margmiðlun.

Auk þess starfaði Hallgrímur í nokkur ár við vísindarannsóknir á sviði sameindalíffræði og lífefnafræði.

Reynsla
Helstu verkefni Hallgríms hafa falist í ráðgjöf varðandi nýtingu viðskiptagreindar, úrvinnslu og framsetningu gagna og umbreytingu þeirra í gagnlegar upplýsingar. Hann hefur einnig unnið að samræmingu og innleiðing á tæknilegum lausnum sem auka eiga skilvirkni í samskiptum milli KPMG og viðskiptavina. Auk þess skila þessar lausnir auknu upplýsingastreymi til viðskiptavina og veita þeim ákveðið aðgengi að viðskiptagreindartólum KPMG.