Gagnvirkt mælaborð barnaverndarþjónustu

KPMG hefur þróað gagnvirka lausn fyrir barnaverndarþjónustur til að nýta í störfum sínum.  Hlutverk mælaborðsins er að auka gagnsæi í starfsumhverfi barnaverndarþjónustu, gefa rauntíma upplýsingar um fjölda og stöðu barnaverndarmála og álag starfsmanna.  

Mælaborðið nýtist stjórnendum sem tæki til að jafna álag, sem samtalskveikju við starfsfólk og sem tæki til að draga fram upplýsingar á einfaldan og notendavænan hátt. 

Mælaborðið getur einnig gefið stjórnendum og kjörnum fulltrúum yfirlit yfir stöðu innan málaflokksins.  

 

Hér má sjá svipmynd úr mælaborðinu

Svipmynd úr mælaborðinu

Forsendur mælaborðsins eru byggðar á

  • Málavog þróuð í Gautaborg Svíþjóð árið 2016
  • Leiðbeiningar Barna og fjölskyldustofu um Málavog í barnavernd
  • Upplýsingar, verkferlar og forsendur unnar  í samstarfi við Barnaverndarþjónustu Suðurnesjabæjar   

​„ Til að tryggja gott vinnuumhverfi, draga úr flótta fagfólks úr velferðarkerfinu og á sama tíma að tryggja jafna dreifingu fjármagns sem og að auka gagnsæi og skilvirkni, þarf velferðarkerfið í heild sinni að taka höndum saman og byggja upp heildstæða nálgun. Stafræn og gagnvirk mælitæki sem meta dreifingu fjármagns með tilliti til stöðugilda og þjónustu þar sem bæði er tekið tillit til innri og ytri breyta er verkfæri sem gæti stutt við þróun íslenska velferðarkerfisins til framtíðar.“ 

Sjálfbær velferðarþjónusta og stafrænar lausnir - KPMG Ísland

Krakkar í stígvélum
krakkar í skóla

Gagnvirkt mælaborð húsnæðismála grunn og leikskóla

Mælaborðið gefur upplýsingar um stöðu húsnæðismála í grunn og leikskólum.  Núverandi stöðu og framtíðarhorfur með tilliti til mannfjöldaspár.

Mælaborð sem þessi eru hugsuð sem verkfæri fyrir sveitarfélög til að fá yfirsýn á stöðu mála í dag og til framtíðar.  Með því að notandi stilli af forsendur er hægt að greina sviðsmyndir til framtíðar t.d. varðandi byggingarþörf og núverandi svigrúm í húsnæðiskosti eða skort þar á.

„Til að mæta þeim áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir varðandi leik- og grunnskóla er lykilatriði að markviss nýting á núverandi húsnæði og skýr áætlanagerð um framtíðar fjárfestingar sé í takt við íbúaspá. Með því að framkvæma stöðugreiningu, meta fjárhagsstöðu og þróa sveigjanlegar lausnir, er hægt að stuðla að því að húsnæði sveitarfélaganna þjóni sem best þörfum íbúa, bæði til skamms og langs tíma."

Hagkvæm nýting skólahúsnæðis - KPMG Ísland 

Önnur verkefni

  • Stefnumótun og skipulagsþróun
  • Skipulag Vinnustofa og starfsdaga
  • Þróun mælitækja og mælaborða
  • Aðstoð við stafræna vegferð
  • Áætlanagerð/rekstrarráðgjöf
  • Gæðaviðmið
  • Verkferlagreiningar
  • Mönnunar módel
  • Stjórnandi að láni
  • Lögfræðiráðgjöf
  • Verkefnastýring og utanumhald verkefna