Mikill þrýstingur er á breytingar hjá sveitarfélögum, opinberum fyrirtækjum og stofnunum eins og öðrum hlutum samfélagsins. Krafan er tvíþætt, annars vegar gera meira fyrir minna og hins vegar aukin áhersla á stafrænar lausnir.  

Þróunin er í þá átt að færri þurfi að þjónusta fleirum sem þýðir lægri fjárveitingu og aukið álag á starfsfólk. Á sama tíma sjáum við aukna þéttbýlismyndun og auknar væntingar borgaranna. Allt þetta gerir auknar kröfur til hins opinbera um að tryggja starfsemi sína og þjónustu til framtíðar. Til að leysa þessar áskoranir þarf sífellt að huga að þróun og skilvirkni þjónustunnar með áherslu á stjórnarhætti, gæði og starfsánægju. 

Við hjá KPMG vinnum að því að styðja sveitarfélög, opinber fyrirtæki og stofnanir í þessum áskorunum. Með reynslu bæði frá hinu opinbera og einkageiranum höfum við á að skipa sérfræðingum og aðferðafræði sem nýtast á ýmsum sviðum.  

Okkar fólk getur aðstoðað á sviði: 

  • Stefnumótun og skipulagsþróun 
  • Óháð endurskoðun 
  • Aðstoð við stafræna vegferð 
  • Áætlanagerð  
  • Reikningsskilavinnu 
  • Áhættustýring og eftirfylgni 
  • Ráðgjöf á sviði sjálfbærni 
  • Verkefnastýringu og utanumhaldi verkefna