KPMG býr yfir viðamikilli reynslu af störfum við hin ýmsu starfssvið ríkisins, s.s. opinber fyrirtæki, stofnanir og ráðuneyti. Með reynslu okkar og sérfræðiþekkingu getum við sérsniðið þjónustu okkar að rekstri ríkisins auk þess sem sérfræðingar okkar hafa greiðan aðgang að alþjóðlegu tengslaneti KPMG. 

Lýðfræðilegir þættir, örar breytingar á viðskiptaumhverfi, stafræn umskipti og fjárlagaferli hafa gert það að verkum að hið opinbera er í miklum umbreytingum. KPMG er auðlind í þessari umbreytingu. Við höfum verkfæri og reynslu til að styðja á áhrifaríkan hátt viðleitni yfirvalda í átt að nútímalegra þjónustuumhverfi. 

Sérfræðingar KPMG hafa komið að margvíslegum úttektum á starfsemi ríkisaðila, svo sem á rekstri, fjármálastýringu, upplýsingatæknimálum og verklagi. Þá hafa þeir einnig aðstoðað við stefnumótun og innleiðingar á breytingum sem stuðla eiga að auknu þjónustustigi stofnana.