Módel sem veitir innsæi og bætir skilning á mannaflaþörf í dag og til framtíðar
Mönnunarmódel KPMG (e. Strategic Workforce Planner) er greiningartól sem tengir saman lykilupplýsingar um mannauð, fjárhag og starfsemi. Þannig nýtist það við mat á mannaflaþörf í dag og til framtíðar og sem verkfæri til að meta aðgerðir til að minnka bilið milli eftirspurnar og framboðs á mannafla. Módelið styður við gagnadrifnar ákvarðanir og hjálpar stjórnendum við að hrinda í framkvæmd aðgerðum og inngripum sem hafa áhrif á mönnun til skemmri og lengri tíma.
Strategic worforce planning solution er afurð sem KPMG hefur þróað undanfarin ár og hefur verið innleidd m.a. innan heilbrigðisþjónustunnar í Bretlandi (NHS). Stjórnendur hafa öðlast heildaryfirsýn og geta tekið stefnumótandi ákvarðanir til næstu 10 ára byggðar á raungögnum og spá um þróun mannfjölda og annarra lýðfræðilegra breyta. Í módelinu er tekið tillit til tæknibreytinga og þróunar í læknisfræði, meðferðum, mannfjölda og annars sem geta haft áhrif á eftirspurn og framboð. Niðurbrot greininga er nákvæmt og ítarlegt niður á einstakar starfsstéttir og sérhæfingu.
Lausn KPMG er í notkun í mörgum af stærstu heilbrigðisumdæmum Bretlands, Írlands og Ástralíu og fékk nýlega HPMA verðlaun sem er félag stjórnenda innan heilbrigðisþjónustunnar í Bretlandi.
Mönnunarmódel. Einföld og skilvirk gagnaveita
Styrkir fyrirtæki til að skilja núverandi stöðu og mannaflaþörf í dag og til framtíðar.
Samþætt módel (e. Workforce planning model) sem tengir saman lykilupplýsingar um:
- Mannauð
- Fjárhag
- Starfsemi
- Framtíðarþróun
Nýtist sem verkfæri til að greina áhrif ýmissa stefnumótandi ákvarðana, inngripa og aðgerða sem geta haft áhrif á mönnun, starfsemi og fjárhag til skemmri og lengri tíma.
Þrjár víddir mönnunar
Við greiningu á mannaflaþörf og mat á mögulegum viðbragðsaðgerðum er gagnlegt að skipta áætlanagerð mönnunar í þrjár tímavíddir. Markmiðið er að aðgreina betur verkefnin og aðgerðirnar sem ráðist verður í.
Skammtíma
Stýring daglegrar starfsemi
Mikilvægt er að nýta tækni og sjálfvirkni í stýringu á daglegri starfsemi.
Hægt er að ná betri nýtingu á tíma fagfólks með auknum stuðningi, tækni og skipulagi.
Árlega
Áætlanagerð
Endurmeta þarf mönnunarviðmið (æskilega mönnun) reglulega út frá breytingum á framboði og eftirspurn eftir þjónustu, viðmiðum og tækni.
Áætlanir sem byggja eingöngu á rekstri fyrra árs duga ekki.
Langtíma
Mat á mannaflaþörf
Gera þarf spár um þróun mannaflaþarfar og framboðs til lengri tíma svo hægt sé að mæta breytingum í framtíðinni - út frá ýmsum forsendum s.s. tækni, hæfni, aðstöðu, samsetningu þjóðar og breytinga á þjónustu
Hér er Yusuf Ermak
Hvernig getur breska heilbrigðiskerfið (e. NHS) tryggt að það hafi rétta fólkið, með réttu hæfnina til að takast á við verkefnin sem blaða við heilbrigðiskerfinu í dag? Yusuf skýrir (á ensku) hugsunina og innsæið sem er á bak við uppbyggingu á Mönnunarmódelinu (e. Strategic Workforce Planner) fyrir NHS.