Oft á tíðum hefur verið litið á aldraða einstaklinga sem kostnaðarbyrði og umræðan síðustu ár hefur verið á þá leið að samhliða hækkandi aldri þjóðar þá aukist útgjöld ríkisins, þá einkum heilbrigðisútgjöld. Með því að horfa á töluleg gögn út frá öðru sjónarhorni er hægt að sýna fram á ávinning heilbrigðar öldrunar. 

Niðurstöður greiningar KPMG sýna að það er hagur stjórnvalda að stuðla að bættu heilbrigði eldra fólks. Eldra fólk leggur meira til samfélagsins en áður í formi útsvars- og skattgreiðslna. Á síðustu 15 árum hafa útsvarsgreiðslur eldra fólks fimmfaldast en til samanburðar hafa útsvarsgreiðslur allra landsmanna þrefaldast. Tekjur eldra fólks hafa vaxið hraðar en þeirra yngri og eru tekjur eldra fólks að nálgast meðaltekjur einstaklinga á vinnumarkaði. 

Greining KPMG er sett fram í gagnvirku mælaborði sem skapar nýtt sjónarhorn til heilbrigðrar öldrunar og nýja sýn á opinber fjárhagsgögn ríkis og sveitarfélaga. Gögn eru samkeyrð við lýðfræðileg gögn og horft er til fortíðar og reynt að varpa ljósi á framtíðina út frá forsendum sem taldar eru skynsamlegar. 

Með greiningunni og upplýsingum í mælaborði er þess vænst að viðhorf til öldrun þjóðar breytist og að litið sé á eldra fólk sem virði en ekki byrði.

Á æviskeiði okkar leggjum við mismikið til samfélagsins í formi skattgreiðslna og notfærum okkur þjónustu í mismiklum mæli. Með bættum kjörum og auknu heilbrigði eldra fólks verður samfélagslegur ábati þeirra meiri en þegar það var yngra. Með aðgerðum í þágu eldra fólks munu yngri kynslóðir í dag leggja enn meira til samfélagsins þegar þau eldast.

Kostnaðarábatagreining KPMG

Eldra fólk leggur meira til samfélagsins en áður

Framlag eldra fólks (67+) í formi útsvars- og skattgreiðslna til ríkis og sveitarfélaga fer hækkandi. Niðurstöður kostnaðarábatagreiningar sýna að eldra fólk leggja meira til samfélagsins á meðan yngra fólkið (<67) skapar meiri útgjöld innan sveitarfélaga. Í kostnaðarábatagreiningunni kemur fram að þrátt fyrir að öllum kostnaði sé dreift jafnt þá er ábatastuðull eldra fólks hærri innan sveitarfélaga og miðað við þróun og spár má gera ráð fyrir að stuðullinn hækki samhliða auknum tekjum, bættu heilbrigði og viðbótarlífárum.

Vitundarvakning um virði eldra fólks

Með aukinni vitundarvakningu um framlag eldra fólks til samfélagsins hefur myndast sterkur hvati til að bæta og samþætta þjónustu innan sveitarfélaga og þar með laða eldra fólk til búsetu.

Heilbrigð öldrun eykur samfélagslegan ábata

Ef stjórnvöld bæta þjónustu við eldra fólk og stuðla þar með að heilbrigðri öldrun má gera ráð fyrir að fleiri íbúar lifi lengur sem eykur samfélagslegan ábata. Fjárfesting í heilbrigðri öldrun skila sér í meiri ábata til alls samfélagsins.

Mælaborð KPMG

samantekt