KPMG veitir endurskoðunarnefndum og stjórnarmönnum hagnýta innsýn og aðstoð við úrvinnslu þeirra marvíslegu mála sem endurskoðunarnefndir dagsins í dag standa frammi fyrir. KPMG leggur áherslu á að styðja við og efla eftirlit með reikningsskílaaðferðum og gæðum við endurskoðun.
Áskoranir endurskoðunarnefnda verða flóknari með hverju árinu svo sem vegna tilkomu netglæpa, tækninýjunga líkt og gervigreindar og annarrar framþróunar stafrænna umbreytinga sem flækja en geta með réttri nýtingu einfaldað eftirlit, áhættustýringu, sjálfbærni, stjórnarhætti og aðra eftirlitsvinnu sem endurskoðunarnefndum er falið.
KPMG á Íslandi vinnur náið með alþjóðaneti KPMG þar sem mikill metnaður er lagður í þekkingarmiðlun hvort sem um ræðir núverandi eða framtíðar áskoranir endurskoðunarnefnda.
Morgunfundur um sjálfbærni og ársreikninga - í hnotskurn
18. janúar 2024
KPMG hélt fræðslufund um störf endurskoðunarnefnda og hvað þær þurfa að vita þegar kemur að nýjum reglum á sviði sjálfbærni sem hafa áhrif á stjórnarhætti og kröfur um upplýsingagjöf. Þar kynnti Hafþór Ægir Sigurjónsson, forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG hver staðan væri í dag á innleiðingu sjálfbærnireglugerða og hvað væri í pípunum. Þar á eftir kynntu Árni Claessen, partner og löggiltur endurskoðandi hjá KPMG, og Svanhildur Skúladóttir, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG, stjórnarhætti og hlutverk endurskoðunarnefnda við innleiðingu sjálfbærnireglugerða. Að lokum kynnti Halldór Ingi Pálsson, sérfræðingur hjá Ársreikningaskrá, hvert eftirlit Ársreikningaskrár með sjálfbærniupplýsingum væri.
Upptöku af fundinum má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan.
Fræðslufundur um hlutverk og ábyrgð endurskoðunarnefnda
5. september 2023
Nýlega hélt KPMG fræðslufund um hlutverk og ábyrgð endurskoðunarnefnda. Þar kynnti Hrafnhildur Helgadóttir, löggiltur endurskoðandi og partner hjá KPMG niðurstöður alþjóðlegrar könnunar um starfsemi og áskoranir endurskoðunarnefnda. Einnig gaf Tim Copnell, forstöðumaður KPMG Audit Comitte Institue and Board Leadership Center í Bretlandi okkur innsýn í áhrif ytra umhverfis á starf endurskoðunarnefnda, yfirgripsmikið hlutverk og ábyrgð nefndarfólks og skilvirkni í starfi með hliðsjón af reynslu sinni frá Bretlandi. KPMG stefnir á að halda fleiri slíka fundi í framtíðinni.
Upptöku af fundinum má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan.