Við styðjum endurskoðunarnefndir og stjórnarmenn við að sinna fjölbreyttu hlutverki sínu á faglegan og árangursríkan hátt. Með fræðslu, innsýn og hagnýtum úrræðum hjálpum við nefndum að takast á við áskoranir tengdar innra eftirliti, áhættustýringu, sjálfbærni, stjórnarháttum og fjármálaupplýsingum.
Umhverfi nefnda verður stöðugt flóknara vegna breyttra krafna, aukins eftirlits og hraðra tæknibreytinga. Við nýtum bæði staðbundna sérþekkingu og alþjóðlegt þekkingarnet til að veita meðlimum endurskoðunarnefnda traustan stuðning – í dag og til framtíðar.
Samtalsvettvangur endurskoðunarnefnda
KPMG er að stofna samtalsvettvang fyrir einstaklinga sem sitja í endurskoðunarnefndum. Markmiðið er að skapa vettvang þar sem nefndarmeðlimir geta hist, fengið fræðslu, skipt á skoðunum og byggt upp tengslanet.
Hópurinn mun hittast nokkrum sinnum á ári og ræða helstu verkefni og áskoranir sem endurskoðunarnefndir standa frammi fyrir, svo sem stjórnarhætti, áhættustýringu, innra eftirlit, upplýsingatækni, sjálfbærni og þróun í löggjöf.
Útfærslan er í mótun og efni funda verður þróað í samráði við hópinn. Ef þú situr í endurskoðunarnefnd og hefur áhuga á að taka þátt, hvetjum við þig til að hafa samband.