Helstu atriði:

  • Fækkun fyrirtækja sem falla undir reglurnar
  • Einföldun ESRS
  • Takmörkun umfangs og breyting á flokkunarreglugerðinni
  • Aðrar lykilbreytingar sem lagðar eru til
  • Hvað gerist næst?

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur kynnt svokallaðar Omnibus-tillögur sem hafa það að markmiði að auka skilvirkni og hagkvæmni í tengslum við sjálfbærniupplýsingagjöf með því draga úr kröfum um sjálfbærniskýrslugerð og áreiðanleikakannanir. Með þessu móti á að efla samkeppnishæfi álfunnar með því að gera fyrirtækjum auðveldara að starfa á ESB svæðinu

Verði þessar tillögur að veruleika munu einungis stærstu fyrirtækin þurfa að veita upplýsingar  samkvæmt Evrópsku sjálfbærniskýrslustöðlunum (ESRS). og flokkunarkerfi ESB (EU taxonomy). Til að breytingarnar öðlist gildi þurfa Evrópuþingið og leiðtogaráð Evrópusambandsins að samþykkja tillögurnar og aðildarríki innleiða þær í landslög.

Jafnframt tilkynnti framkvæmdastjórnin að hún muni einfalda upplýsingagjöf samkvæmt ESRS og þegar eru komnar fram tillögur að breytingum á reglugerðum flokkunarkerfisins (EU taxonomy).  

Tillögur framkvæmdastjórnarinnar eru fyrstu skrefin í átt að minni kröfum um upplýsingagjöf á sviði sjálfbærni innan Evrópusambandsins.  Að finna jafnvægi milli þarfa hagsmunaaðila og kostnaðar fyrir fyrirtæki, án þess að veikja markmið græna sáttmálans, verður viðkvæmt verkefni.

Fækkun fyrirtækja sem falla undir reglurnar

Samkvæmt tillögunum munu einungis stór fyrirtæki með fleiri en 1.000 einstaklinga í vinnu falla undir næstu útgáfu af CRSD (CSRD2) og þar með þurfa að veita upplýsingar samkvæmt ESRS. Framkvæmdastjórnin áætlar að þetta muni fækka fyrirtækjum sem falla undir reglurnar um um það bil 80%.

Ennfremur, samkvæmt svokallaðri „Stop the clock“ tillögu, yrði innleiðing á ESRS-upplýsingagjöf fyrir annars og þriðju bylgju fyrirtæki frestað um tvö ár. Þessi frestun veitir Evrópusambandinu aukinn tíma til að ná samstöðu um efnislegar breytingar á CSRD og hefur það markmið að skylda ekki félög sem falla undir núverandi reglur en munu að öllum líkindum ekki falla undir komandi reglur til að fara af stað eingöngu í þeim tilgangi til að falla út þegar breytingarnar verða innleiddar.

Ekki verður séð að „Stop the clock“ tillagan muni hafa þýðingu hér á landi þar sem CSRD hefur ennþá ekki verið innleitt. Teljast verður líklegt að þau lönd sem nú þegar hafa ekki innleitt CRSD muni bíða þar til breyttar reglur líta dagsins ljós og innleiða þær.

Yfirlit yfir hvernig tillögurnar myndu hafa áhrif á mismunandi fyrirtæki er hér að neðan.

  CSRD sem nú er í gildi 

„Stop the clock“ tillaga 

Breytingartillögur
Stór ETA félög með > 1,000 starfsmenn Fyrsta bylgja – ESRS skýrslur í fyrsta skipti vegna ársins 2024 Halda áfram að gera skýrslur Skýrslur eftir breyttum ESRS staðli
Stór ETA félög með 500 – 1.000 starfsmenn Fyrsta bylgja – ESRS skýrslur í fyrsta skipti vegna ársins 2024 Halda áfram að gera skýrslur Engin krafa um skýrslugjöf og takmörkun á því hvaða upplýsinga er hægt að óska eftir frá aðilum í virðiskeðjunni
Stór félög með > 1,000 starfsmenn

Önnur bylgja – ESRS skýrslur í fyrsta skipti vegna ársins 2025 

Skýrslugjöf frá 2027

Skýrslur eftir breyttum ESRS staðli frá 2027

Stór félög með allt að 1.000 starfsmenn Önnur bylgja – ESRS skýrslur í fyrsta skipti vegna ársins 2025 

Skýrslugjöf frá 2027

Engin krafa um skýrslugjöf og takmörkun á því hvaða upplýsinga er hægt að óska eftir frá aðilum í virðiskeðjunni

Skráð, lítil og meðalstór félög

Þriðja bylgja – skýrslur eftir sérstökum staðli fyrir lítil og meðalstór skráð félög í fyrsta skipti vegna ársins 2026 – heimilt að fresta til 2028

Skýrslugjöf frá 2028

Engin krafa um skýrslugjöf og takmörkun á því hvaða upplýsinga er hægt að óska eftir frá aðilum í virðiskeðjunni

Móðurfélög utan ESB

Skýrslur eftir sérstökum staðli fyrir félög utan ESB frá árinu 2028 þegar:

Tekjur sem aflað er í ESB ríkjunum nema EUR 150m og annað að tvennu:

  • Dótturfélag innan ESB sem fellur undir CSRD eða
  • Útibú í ESB > EUR 40m veltu

 

Skýrslugjöf frá 2028 ef skilyrði eru uppfyllt

Skýrslugerð á samstæðugrunni frá árinu 2028 ef samstæðan hefur:

Tekjur frá ESB löndunum > EUR 450m í veltu og annað af tvennu:

  • Stórt dótturfélag í ESB eða
  • Útibú í ESB > EUR 50m í veltu

Á Íslandi hefur verið markmið að gera ekki auknar kröfur við innleiðingu á CSRD og ef það markmið heldur þá má vænta þess að ofangreindar tillögur muni einnig eiga við hér á landi.

Einföldun á ESRS

Samhliða kynningu á fyrsta Omnibus-pakkanum tilkynnti framkvæmdastjórnin að hún hyggst breyta ESRS til að draga verulega úr umfangi upplýsingagjafar – t.d. með því að forgangsraða megindlegum gögnum fram yfir frásagnartexta og skýra betur aðgreiningu á milli skyldubundinna og valfrjálsra gagnapunkta. Hugtakið tvíátta mikilvægisgreining mun halda sér, en framkvæmdastjórnin hyggst veita skýrari leiðbeiningar um hvernig framkvæma eigi greininguna.

 

Samkvæmt tillögunum hyggst framkvæmdastjórnin ekki lengur innleiða sértæka staðla fyrir einstaka atvinnugreinar. Þess má geta að valkvæði sértækir staðlar fyrir atvinnugreinar eru þegar til t.d. hjá Global Reporting Initiative (GRI) og SASB.

 

Takmörkun umfangs og breyting á innihaldi flokkunarkerfis ESB

Framkvæmdastjórnin leggur til að flokkunarkerfi ESB verði aðeins skylt fyrir tiltekinn hóp stórra fyrirtækja – þ.e.a.s. þau sem: 

  • hafa fleiri en 1.000 einstaklinga í vinnu; og 
  • hafa hreinar tekjur yfir 450 milljónir evra. 

Aftur á móti þyrftu fyrirtæki, sem vilja sjálfviljug leggja áherslu á að starfsemi þeirra sé í samræmi við flokkunarkerfið, að lágmarki að upplýsa um helstu lykilmælikvarða varðandi tekjur og fjárfestingarútgjöld. Þannig verði falið frá kröfum um lykilmælikvarðann um rekstrarkostnað. 

Auk þess hefur framkvæmdastjórnin óskað eftir umsögnum um tillögur til að einfalda flokkunarkefi ESB, þar á meðal með því að innleiða efnisleikaviðmið, einfalda skilyrðið um „ekki valda verulegum tjóni“ vegna mengunar og endurskoða skýrslusniðmát. Þessar breytingar myndu  gilda fyrir rekstrarárið 2025 og koma fram í upplýsingagjöf árið 2026. 

Aðrar lykilbreytingar sem lagðar eru til

Framkvæmdastjórnin leggur til breytingar á CSRD til að vernda minni fyrirtæki (með allt að 1.000 einstaklinga í vinnu) með því að takmarka svokölluð „hringrásaráhrif“ („trickle-down effect“). Upplýsingabeiðnir um virðiskeðju mættu ekki fara yfir það sem yrði skýrt frá samkvæmt breyttum valfrjálsum skýrslustaðli fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki (VSME). 

CSRD myndi áfram krefjast staðfestingar með takmarkaðri vissu (e. limited assurance), en framkvæmdastjórnin hyggst ekki lengur stefna að því að auka kröfuna yfir í staðfestingu með nægjanlegri vissu (e. reasonable assurance). Að auki yrði fresturinn fyrir evrópskan staðal um staðfestingu með takmarkaðri ábyrgð felldur niður. 

Varðandi CSDDD leggur framkvæmdastjórnin til umtalsverðar breytingar til að draga úr reglubyrði á fyrirtæki. Tillögurnar fela í sér að fresta upphafsinnleiðingu um eitt ár, fækka viðskiptasamböndum og hagsmunaaðilum sem þarf að taka tillit til og gera áhættumöt sjaldnar en áður var áætlað. 

Hvað gerist næst?

Framkvæmdastjórnin hyggst kynna frekari Omnibus-tillögur sem hluta af einföldunarstefnu sinni, t.d. með því að innleiða nýjan flokk lítilla meðalstórra fyrirtækja síðar á árinu.

Allar ofangreindar Omnibus-tillögur geta tekið breytingum á meðan þær fara í gegnum Evrópuþingið, leiðtogaráð Evrópusambandsins, EES nefndina og innleiðingu í landslög á Íslandi.

Til stóð að CSRD frumvarpið yrði lagt fram á haustþingi 2025 en m.v. ofangreint er óvissa um þau áform. Þar til gerðar verða breytingar á íslenskum lögum munu kröfur í 66d gr. laga um ársreikninga eiga við ásamt lögum sem innleiða flokkunarkerfið ESB.