Þann 10. apríl kl. 9:00 býður KPMG til fundar í Borgartúni 27. Á fundinum fjöllum við um sjálfbærnimálin í kjölfar Omnibus út frá ýmsum vinklum sem gagnlegt er fyrir endurskoðunarnefndir og aðra áhugasama að velta fyrir sér. Þátttaka í fundinum er þér að kostnaðarlausu, en mikilvægt er að skrá sig.

Fundurinn er haldinn í húsakynnum KPMG í Borgartúni 27, 8. hæð. Boðið er upp á morgunhressingu frá kl. 8:30.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  • HVAÐ ER Í GANGI? Sjálfbærnireikningsskil á krossgötum
    Harpa Theodórsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu viðskipta og markaða í atvinnuvegaráðuneytinu ræðir innleiðingu á sjálfbærnireikningsskilatilskipun ESB (CSRD). Hver er staða mála í Evrópu og á Íslandi?

  • Framtíðartrygging viðskiptamódela, með eða án reglusetningu
    Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastýra Festu miðstöðvar um sjálfbærni fjallar um með hvaða hætti skýr framtíðartrygging viðskiptamódela, seigla virðiskeðja og áhættustýring til langs tíma krefjist þess að við setjum aukinn kraft í sjálfbærninýsköpun og sjálfbærniupplýsingagjöf en líka hvaða tækifæri og áhættur skapast þegar dregið er úr regluverki.

  • Jæja, erum við þá ekki bara sloppin?
    Margret G. Flóvenz, löggiltur endurskoðandi, meðlimur í endurskoðunarnefndum og kennari í Háskólanum í Reykjavík fjallar um hvað gerist í framhaldinu af Omnibus út frá siðferðilegum skyldum, kröfum markaðarins og samfélagsins um sjálfbærni og gagnsæi.

  • Viðbrögð fjárfesta við Omnibus tillögum ESB
    Helena Guðjónsdóttir, deildarstjóri viðskiptaþróunar og sjálfbærni hjá Íslandssjóðum fjallar um helstu áhrif Omnibus á fjárfesta, sjónarmið og viðbrögð meðal erlendra fjárfesta og líklegum áhrifum hér á landi varðandi upplýsingagjöf og kröfur fjárfesta.


Fundarstjóri er: Margrét Pétursdóttir, partner hjá KPMG.

informative image