KPMG og Advise hafa skrifað undir samstarfssamning sem gerir KPMG kleift að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu með Advise Business Monitor hugbúnaðarlausninni. 

Advise, sem er íslensk hugbúnaðarlausn á sviði viðskiptagreindar, veitir litlum og meðalstórum fyrirtækjum rauntímaupplýsingar um rekstur sinn, auðveldar samskipti hagsmunaaðila og stuðlar að gagnadrifnum  ákvörðunum. Lausnin innifelur m.a. lifandi rekstrargreiningar og mælaborð auk öflugrar aðgangsstýringar. 

Í Advise eru  forsniðnar tengingar við bókhaldskerfin DK, Microsoft Business Central, Navision, Reglu og Payday. Þau félög sem færa bókhald sitt í þessum kerfum geta því með auðveldum hætti tengt fjárhagsbókhald sitt við Advise og stillt upp rekstrargreiningum og mælaborðum út frá sínum þörfum.  KPMG sinnir margvíslegri þjónustu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og því er Advise lausnin mikilvæg viðbót í þjónustuframboð félagsins. Stefnt er að því að fleiri bókhaldskerfi geti tengst lausninni þegar fram í sækir. Nánar um Advise.


Öflugt nútíma mælaborð

Mælaborðið gefur stjórnendum myndræna yfirsýn yfir lykiltölur rekstrar í rauntíma og býður upp á fjölbreytta möguleika í uppsetningu sem auðvelt er að aðlaga að hverjum og einum.

PDF skýrsla með einum smelli sem hægt er að nýta til að senda rekstrarupplýsingar á stjórnir fyrirtækja eða aðra hagsmunaaðila. Skýrslan tekur saman rekstraryfirlit, áætlun, frávikagreiningu og mælaborð.

KPMG og Advise í samstarf

Staðlaðar tengingar

Advise er með forsniðnar tengingar við helstu bókhaldskerfi. Einfalt er að stilla upp yfirliti yfir rekstur, efnahag og sölu. Bókhaldslyklar, vörur og viðskiptamenn eru flokkaðir með einfaldri "drag & drop" virkni. Sjálfvirk uppfærsla tryggir að notendur eru alltaf með rauntímagögn.

KPMG og Advise í samstarf

Rekstraryfirlit

Í rekstraryfirlitinu er hægt að sundurliða og greina upplýsingar. Kerfið birtir hreyfingalista og nánari upplýsingar með hverri færslu.

Hægt er að bæta við innsláttar- og reiknilínum til að stilla upp viðeigandi rekstrarhlutföllum og öðrum lykil mælikvörðum rekstrar.

Advise innifelur áætlanagerð og frávikagreiningu þar sem hægt er að bera saman rauntölur við fyrri ár og áætlun.

KPMG og Advise hefja samstarf um bókhaldsmælaborð

Mikael Arnarsson framkvæmdastjóri Advise og Birna M. Rannversdóttir partner hjá KPMG

Samstarf okkar við KPMG byggir á sameiginlegu markmiði okkar að aðstoða stjórnendur og aðra hagaðila fyrirtækja að ná árangri í sínum rekstri með ákvörðunum sem byggja á greinargóðum fjárhagsupplýsingum. Ég er spenntur að ganga til samstarfsins við KPMG.

Mikael Arnarson, framkvæmdastjóri Advise

Með því að sameina víðtæka þekkingu sérfræðinga okkar við öflug rekstrarmælaborð Advise getum við veitt viðskiptavinum okkar enn verðmætari þjónustu og ráðgjöf. Þannig geta þau fengið betri innsýn inn í rekstur síns félags og gripið þau tækifæri sem til staðar eru á hverjum tíma. Við hlökkum til að kynna viðskiptavinum okkar fyrir þessari spennandi lausn.

Birna M. Rannversdóttir, partner hjá KPMG