Endurskoðun og reikningsskil

Ein umfangsmesta þjónustan sem KPMG veitir sínum viðskiptavinum er á sviði endurskoðunar og reikningsskila. Að auki veitum við mjög fjölbreytta þjónustu og höfum á að skipa sérhæfðu starfsfólki sem ætíð er reiðubúið að veita ráðgjöf við úrlausn flókinna viðfangsefna á sviði endurskoðunar, reikningsskila, skattskila  og tengdrar þjónustu. 

Við leggjum einnig aukna áherslu, annars vegar á sjálfbærni og staðfestingar tengdar þeim og hins vegar á stafræna þróun og nýtingu á stafrænum lausnum. 

Starfsfólk félagsins sem sinnir þessari þjónustu telur yfir 100 manns og er staðsett vítt og breitt um landið.