Hröð þróun í gervigreind er nú að umbreyta fjárhagslegri upplýsingagjöf og hefur mikil áhrif á endurskoðun um allan heim, innan ólíkra geira. Gervigreind getur hjálpað fyrirtækjum við fjárhagslega upplýsingagjöf, til dæmis með betri greiningu á og viðbrögðum við áhættu, auk mun meiri getu til að greina frávik.

KPMG á heimsvísu hefur nú birt rannsókn um þá breytingu sem gervigreind hefur á fjárhagslega upplýsingagjöf og áhrif hennar á endurskoðun til framtíðar. Rannsóknin var gerð meðal 1800 stjórnenda og leiðtoga fyrirtækja um allan heim og niðurstöður hennar staðfesta mikilvægi gervigreindar fyrir upplýsingagjöf og fyrir endurskoðun. Gervigreind er að umbreyta því hvernig endurskoðun er stunduð, og atvinnulíf um allan heim býst við því að endurskoðendur leiði þá þróun.

Rannsóknin sýnir að við erum á tímamótum í fjárhagslegri upplýsingagjöf þar sem við færum okkur úr „stafrænni öld“ yfir í „öld gervigreindar“.

Lestu skýrsluna hér að neðan.

Lykilatriði úr skýrslunni

Lykilatriði úr skýrslu KPMG á heimsvísu um umbreytingu endurskoðunar og fjárhagslegrar upplýsingagjafar með tilkomu gervigreindar