Sérfræðingar KPMG búa yfir mikilli þekkingu á reikningsskilareglum, bæði íslenskum og alþjóðlegum og leggja metnað í að vera í fremstu röð.
KPMG hefur á að skipa sérhæfðum starfsmönnum sem ætíð eru reiðubúnir að veita viðskiptavinum okkar og starfsfólki ráðgjöf við úrlausn flókinna viðfangsefna á sviði reikningsskila.
Við fylgjumst með þróun í alþjóðlegum reikningsskilum bæði alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og bandarískum.
Við tökum virkan þátt í þróun reikningsskila á Íslandi og leggjum áherslu á að miðla ætíð upplýsingum um breytingar og þróun reikningsskilareglna til viðskiptavina okkar.