Jóhann hóf störf hjá KPMG þann 5. janúar 1999 og hefur hann unnið hjá KPMG síðan þá, með stuttu hléi á árinu 2006, þegar hann vann í 6 mánuði hjá Ernst & Young í Lúxemborg. Jóhann hefur verið partner hjá KPMG frá árinu 2015.
Jóhann hefur viðtæka reynslu á sviði endurskoðunar á reikningsskilum íslenskra fjármálafyrirtækja. Hann hefur jafnframt veitt fjölbreytt reikningsskilaráðgjöf til íslenskra fjármálafyrirtækja í mörg ár, svo sem í tengslum við upptöku alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS), innleiðingu nýrra staðla (þ.m.t. IFRS 9 Fjármálagerningar), breytingar á stöðlum og við túlkun og beitingu IFRS í flóknum tilvikum.
Jóhann er einn virkasti IFRS sérfræðingur KPMG á Íslandi. Hann veitir ráðgjöf til endurskoðunarteyma um úrlausn flókinna reikningshaldslegra álitamála, les yfir drög að IFRS reikningum og tekur virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi KPMG félaga um allan heim á sviði IFRS og þá sérstaklega á sviði fjármálagerninga. Þá er Jóhann virkur þátttakandi í samstarfi KPMG félaga á Norðurlöndum á sviði reikningsskila.
Jóhann hefur viðtæka reynslu af IFRS kennslu, bæði innanhúss til starfsmanna KPMG, og til viðskiptavina. Hann var stundakennari við Háskóla Íslands þar sem hann kenndi námskeið um fjármálagerninga í meistaranámi. Hann var jafnframt stundakennari við Háskólann í Reykjavík þar sem hann kenndi námskeið um afleiður og áhættuvarnarreikningsskil í meistaranámi.
Jóhann var í reikningsskilanefnd Félags löggiltra endurskoðenda.
-
Löggiltur endurskoðandi
-
Cand. Oecon frá Háskóla Íslands