Magnús Jónsson

Sviðsstjóri endurskoðunar

KPMG á Íslandi

Magnús er löggiltur endurskoðandi og hefur starfað hjá KPMG síðan 2001, verið hluthafi frá 2011 og sviðsstjóri endurskoðunarsviðs frá 2020.

Hann hefur stýrt endurskoðun margra sveitarfélaga og aðila er tengjast opinberum rekstri auk félaga er tengjast almannahagsmunum (e. public interest entities).

Magnús hefur, að auki, mikla reynslu af verkefnum á sviði reikningsskila og skattamála, m.a. stórum verkefnum fyrir orkufyrirtæki og félög tengd álframleiðslu og annarri stóriðju, auk félaga í sjávarútvegi, bæði útgerð og vinnslu. 

Þá sinnir hann gæðaeftirliti á endurskoðunarverkefnum hjá KPMG bæði innanlands og erlendis og gegnir hlutverki innan gæðakerfis KPMG sem felst í eftirliti með gæðum tiltekinna  endurskoðunarverkefna sem tengjast almannahagsmunum.

Magnús hefur um árabil sinnt fræðslumálum á sviði endurskoðunar, reikningsskila og skatta bæði innan KPMG og fyrir ytri aðila.  

Hægt er að hafa samband við Magnús á ntefanginu: magnusjonsson@kpmg.is