Hann hefur stýrt endurskoðun margra sveitarfélaga og aðila er tengjast opinberum rekstri auk félaga er tengjast almannahagsmunum (e. public interest entities).
Magnús hefur, að auki, mikla reynslu af verkefnum á sviði reikningsskila og skattamála, m.a. stórum verkefnum fyrir orkufyrirtæki og félög tengd álframleiðslu og annarri stóriðju, auk félaga í sjávarútvegi, bæði útgerð og vinnslu.
Þá sinnir hann gæðaeftirliti á endurskoðunarverkefnum hjá KPMG bæði innanlands og erlendis og gegnir hlutverki innan gæðakerfis KPMG sem felst í eftirliti með gæðum tiltekinna endurskoðunarverkefna sem tengjast almannahagsmunum.
Magnús hefur um árabil sinnt fræðslumálum á sviði endurskoðunar, reikningsskila og skatta bæði innan KPMG og fyrir ytri aðila.
Hægt er að hafa samband við Magnús á ntefanginu: magnusjonsson@kpmg.is