Er þitt fyrirtæki tilbúið?
Kröfur um upplýsingagjöf á sviði sjálfbærni hafa aukist verulega síðustu ár. Þar hefur Evrópusambandið verið í fararbroddi með grænu samkomulagi (EU Green Deal) sem hefur það að meginmarkmiði að umbreyta hagkerfi Evrópu fyrir sjálfbærari framtíð. Hluti af græna samkomulaginu eru auknar upplýsingarkröfur á sviði sjálfbærni. Það er að einkum tvennt sem hefur áhrif á íslensk fyrirtæki, annars vegar Flokkunarreglugerð ESB (EU Taxonomy) og hins vegar Sjálfbærnitilskipun ESB (Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD)).
Félögum sem falla undir gildissvið laga sem samþykkt voru á Alþingi 3. maí 2023 og tóku gildi 1. júní 2023 er gert að innleiða flokkunarkerfi ESB og veita upplýsingar um flokkunarkerfið í ársreikningi frá og með 2023. Þær skulu vera í sama hluta skýrslu stjórnar í ársreikningi og ófjárhagslegar upplýsingar.
Þjónustuframboð KPMG tengt flokkunarreglugerð ESB
Staðfestingar
KPMG fer gegnum staðfestingarferli tengt birtingu upplýsinga á grunni flokkunarkerfisins, þ.á.m. mat á gjaldgengi og samræmi, sem og prófanir og staðfestingar á birtum lykilárangursmælikvörðum. Þessa vinnu er hægt að inna af hendi hvort heldur sem er sérstaklega eða sem hluta af gerð samfélagsskýrslu eða ársskýrslu.
Áður en til staðfestingar kemur
Áður en kemur að staðfestingu fer fram gæðamat og skoðað hvort til staðar séu tækifæri til umbóta sem nauðsynlegar eru til að fá staðfestingu. Innifalið í þessu er ítarleg greining á kröfum um upplýsingagjöf og borin kennsl á glufur sem til staðar kunna að vera.
Mat og ráðgjöf
KPMG yfirfer mat á gjaldgengi og samræmi við flokkuntarreglugerðina.
Þjálfun
KPMG sér um þjálfun sem sniðin er að þekkingu þátttakenda og óskum viðskiptavinarins. Þjálfunin stuðlar að betri skilningi á kröfum um upplýsingagjöf og staðfestingarvinnu.
Flokkunarreglugerð ESB skilgreinir viðmið sem ákvarða hvort atvinnustarfsemi uppfyllir skilyrði þess að teljast umhverfislega sjálfbær. Atvinnustarfsemi telst sjálfbær ef hún veitir verulegt framlag til skilgreindra umhverfismarkmiða, veldur ekki skaða og uppfyllir tæknileg viðmið og lágmarksverndarráðstafanir.
Sjálfbærnitilskipunin víkkar enn frekar út fyrri kröfur um ófjárhagslega upplýsingagjöf. Reglugerðin gerir ríkari kröfur til stórra fyrirtækja og fyrirtækja tengdum almannahagsmunum um að veita víðtækar sjálfbærniupplýsingar. Skýringarkröfurnar byggja að veita upplýsingar um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (U,F,S).