KPMG hefur mikla reynslu í hvers kyns ráðgjöf er snýr að fasteigna- og verktakafélögum. Við höfum víðtæka reynslu af fjármálaráðgjöf, endurskoðun og reikningskilaráðgjöf fyrir fasteigna- og verktakafélög. Þá bjóða sérfræðingar okkar uppá öfluga rekstrarráðgjöf sem og lögfræði- og skattaráðgjöf. Okkar teymi hefur unnið með fjölda fyrirtækja sem eru á fasteignamarkaði og leyst stór sem smá verkefni sem tengjast fasteignamarkaðnum.

Við bjóðum víðtæka reikningsskilaráðgjöf varðandi mat, færslu og upplýsingagjöf í reikningsskilum í samræmi við gildandi lög. Þá býður KPMG upp á líkön sem leysa með einföldum og skilvirkum hætti helstu áskoranir leigutaka vegna útreikninga eigna, skulda, afskrifta og vaxtagjalda í samræmi við reglur alþjóðlegs  reikningsskilastaðals.  

Sérfræðingar KPMG á Íslandi hafa greiðan aðgang að sérfræðingum annarra KPMG félaga á Norðurlöndum sem og annars staðar í heiminum og geta til dæmis fengið skoðun þeirra á reikningshaldslegum álitamálum með skjótum hætti ef og þegar þess gerist þörf.

Við getum aðstoðað þitt fyrirtæki með