KPMG hefur mikla reynslu við endurskoðun á fasteignafélögum. KPMG býður upp á víðtæka reikningsskilaráðgjöf varðandi mat, færslu og upplýsingagjöf í reikningsskilum í samræmi við gildandi lög og reglur, svo sem í tengslum við mat fasteigna á gangvirði, virðisrýrnun leigueigna, færslu leigusamninga, kaup á fyrirtækjum eða fasteignum og úthlutun kaupverðs o.fl. Þá býður KPMG upp á líkön sem leysa með einföldum og skilvirkum hætti helstu áskoranir leigutaka vegna útreikninga eigna, skulda, afskrifta og vaxtagjalda í samræmi við reglur alþjóðlegs reikningsskilastaðals IFRS 16 Leigusamningar. Reikningsskilasérfræðingar KPMG á Íslandi hafa greiðan aðgang að reikningsskilasérfræðingum annarra KPMG félaga á Norðurlöndum sem og annars staðar í heiminum og geta fengið skoðun þeirra á reikningshaldslegum álitamálum með skjótum hætti ef og þegar þess gerist þörf.