KPMG Law ehf. getur veitt fasteignafélögum margskonar þjónustu. Það helsta er t.a.m.:

  • Ráðgjöf og aðstoð við stefnumótun á sviði skatta og sjálfbærni sem og ýmiss annarra atriða er varða áhrif félaganna á samfélag sitt, s.s. útreikningar á Skattaspori og Samfélagsspori.
  • Sértækar skráningar á virðisaukaskattsskrá, s.s. frjáls og sérstök skráning fyrir byggingu og útleigu fasteigna sem almennt eru undanþegnar skattskyldusviði virðisaukaskatts.
  • Aðstoð og ráðgjöf vegna leiðréttingarskyldu virðisaukaskatts vegna aðfanga er tengjast byggingu, endurbótum og viðhaldi fasteigna sem eru innsköttuð.
  • Sérhæfð aðstoð við yfirferð skattútreikninga og gerð skattframtala.
  • Ráðgjöf og aðstoð við skjalagerð vegna stofnunar fyrirtækja.
  • Framkvæmd skattalegra og lögfræðilegra áreiðanleikakannana við kaup og sölu félaga.
  • Kærur til stjórnvalda.
  • Beiðnir um bindandi álit í skattamálum.
  • Ráðgjöf og aðstoð við almenna samningagerð s.s.:
    • Gerð leigusamninga um fasteignir.
    • Gerð kaupsamninga um fasteignir.
  • Ráðgjöf og aðstoð í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti.
  • Ýmiskonar aðstoð í tengslum við félagauppbyggingu o.fl. t.a.m.:
    • Samrunar félaga.
    • Skiptingar – færsla ákveðinna fasteigna eða fasteignahluta milli félaga innan samstæðunnar.
    • Stofnun félaga.
    • Slit félaga.
    • Gerð kaup- og sölusamninga.
    • Hækkun og lækkun hlutafjár.
    • Útgreiðsla arðs.