Guðmundur Freyr Hermannsson

Sérfræðingur

KPMG á Íslandi

Guðmundur gekk til liðs við ráðgjafarsvið KPMG í september 2014 og hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum innan sviðsins.

Hann hefur einna helst unnið við kaup- og söluferli fyrirtækja, greiningu og arðsemismat verkefna/fjárfestingartækifæra, verðmat óskráða fyrirtækja sem og verðmat atvinnuhúsnæðis og byggingarrétta.

Hann hefur lagt áherslu á fasteignaverkefni, m.a. verðmat atvinnuhúsnæðis, verðmat byggingarrétta, fjármögnun fasteignaverkefna og komið að áætlanagerð fyrir rekstur fasteigna.​

Guðmundur hefur auk þess starfað við verðmatsverkefni í tengslum við alþjóðlega verðmatsstaðla (IFRS) svo sem mat fasteigna, mat á fjármálagjörningum og virðisrýrnunarpróf.

Guðmundur hefur einnig unnið að verkefnum tengdum alþjóða reikningsskilastöðlunum (IFRS) s.s. virðisrýrnunarprófum (IAS 36) og gangvirðismat hlutafjáreigna og fasteigna (IAS 39 / IAS 40).

Þá hefur hann hefur komið talsvert að yfirferð og smíði fjárhagslíkana.

Guðmundur starfaði hjá Landsbankanum árin 2011-2014, fyrst við endurskipulagningu fyrirtækja og síðar sem viðskiptastjóri fyrirtækja.