Rekstrarráðgjöf KPMG vinnur með stjórnendum að því að finna lausnir á flóknum vandamálum sem upp geta komið í rekstri fyrirtækja með það að markmiði að auka virði þeirra.

Stefnumótun og ákvörðunartaka: Meðal verkefna sem KPMG hefur komið að fyrir fasteignafélög má nefna ráðgjöf við heildræna stefnumótun sem og uppsetningu stjórnendamælaborðs, þar sem gögnum er um breytt í sjónrænar upplýsingar sem hjálpa til við upplýsta ákvörðunartöku, allt frá stefnumótun til beinna samskipta við viðskiptavini.

Samsetning eignasafna: KPMG býður upp á ráðgjöf varðandi áherslur í samsetningu eignasafna, s.s. hvað varðar tegund og staðsetningu eigna sem og tegund leigutaka.

Staðarval: Margvíslegir þættir skipta máli við greiningu og val á staðsetningu fyrirtækis eða stofnunar. Má þar nefna skipulagsmál, byggingakostnað, leiguverð, samgöngumál, tegund starfsemi og umhverfisþætti ásamt búsetu starfsmanna og staðsetningu viðskiptavina, dreifingu notenda og tengdra aðila. KPMG býður upp á ráðgjöf við staðarval sem og samningagerð að staðarvali loknu. KPMG hefur komið að staðarvali fyrirtækja og stofnana með alls um 7.000 starfsmenn og nemendur.

Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga: KPMG hefur aðstoðað fjölmörg sveitarfélög við að útbúa húsnæðisáætlanir skv. reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.