KPMG býður fjölbreytta þjónustu varðandi áhættustjórnun. Við aðstoðum við skipulag áhættustýringar, mat, flokkun og skráningu á áhættu auk þess að meta hvernig best er að takast á við áhættuna. KPMG annast jafnframt innri endurskoðun fyrir fyrirtæki sem vilja úthýsa að hluta eða öllu leyti innri endurskoðun.

Staðfestingarvinna tengd lánsfjármögnun: Sérfræðingar KPMG yfirfara forsendur og útreikninga við veðsetningu í upphafi og við síðari breytingar á lánum eða undirliggjandi veðum og staðfesta að kvaðir séu uppfylltar.